26,5 kg léttari Ellý Ármanns skrifar 30. apríl 2013 17:15 Það hefur gengið á ýmsu í lílfi Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar. Ragna hefur nú tekið sjálfa sig á gegn á líkama og sál en við byrjuðum á að spyrja hana hvernig dóttir hennar, Ella Dís, hefur það? „Mjög gott. Það hafa verið miklar framfarir og hún er að byrja í skóla," segir Ragna en hún hefur gjörbreyst í útliti eftir að hún léttist um tæp 27 kíló.Tók ákvörðun um að rækta sjálfa sig „Ég tók ákvörðun og breytti lífsstílnum mínum. Ég byrjaði á þessum breytingum í enda febrúar - byrjun mars og ég var reyndar búin að léttast pínulítið áður af því ég gat ekki borðað og svona en það var ekki að hjálpa mér," segir Ragna.Hætti á kvíðalyfjunum- var komin á grafarbakkann „Ég hætti á kvíðalyfjunum mínum og byrjaði á Herbalife eftir að ég hitti yndislega konu sem hjálpaði mér mér að takast á við mína andlegu líðan. Hún kenndi mér að ná betra jafnvægi og ná betri stjórn á lífi mínu. Þvílíkt „lifesaving" sem þetta var því ég var alveg að gefast upp. Ég var komin á grafarbakkann. Ég gat ekki borðað og ekki sofið. Fannst allt vera búið. Ég var búin að missa börnin mín, heimili mitt, bílinn minn og allt. Þetta var mjög erfitt en ég byrjaði að næra mig betur og taka hlutunum betur og núna gengur allt miklu betur með jákvæðu hugarfari. Það er málið - ég er ekki enn komin með heimili ennþá en er að vinna í því. Um leið og ég er komin með heimili koma stelpurnar heim."Þessi mynd var tekin af Rögnu í október árið 2011.Tók út gos og snakk„Ég missti 10 kíló á þessum tveimur mánuðum. Ég tók gos og snakk út og lifði mjög óheilbrigðum lífsstíl. Ég neitaði mer um að verða besta útgáfan af sjálfri mér en ég hætti þessari sjálfseyðingarhvöt og þjáningu og er að breyta henni í jákvæða reynslu en ég lít á hlutina í öðru ljósi."Ragna 26,5 kílóum léttari.26,5 kg farin á sjö mánuðum „Þetta eru búnir að vera lærdómsríkir mánuðir. Ellu Dís líður vel og komin með greiningu. Allt erfiðið er búið að skilað árangri og ég er sátt - mjög sátt. Ég fékk sjokk að skoða af mér gamlar myndir þar sem ég var svo reið og sár og gleymdi að einblína á allt það jákvæða í lífi mínu en sem betur fer náði ég mér úr þessu hugarfari sem er mikið frelsi og hamingja. Ég er búin að finna sjálfa mig aftur. Fyrir mig og börnin mín. 26,5 kíló eru farin síðan í október í fyrra. Þetta er magnað, á sjö mánuðum. Já þetta er hægt. Ég næri mig mjög vel og er byrjuð í líkamsrækt. Ég lifi heilbrigðu lífi," segir Ragna að lokum. Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu í lílfi Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar. Ragna hefur nú tekið sjálfa sig á gegn á líkama og sál en við byrjuðum á að spyrja hana hvernig dóttir hennar, Ella Dís, hefur það? „Mjög gott. Það hafa verið miklar framfarir og hún er að byrja í skóla," segir Ragna en hún hefur gjörbreyst í útliti eftir að hún léttist um tæp 27 kíló.Tók ákvörðun um að rækta sjálfa sig „Ég tók ákvörðun og breytti lífsstílnum mínum. Ég byrjaði á þessum breytingum í enda febrúar - byrjun mars og ég var reyndar búin að léttast pínulítið áður af því ég gat ekki borðað og svona en það var ekki að hjálpa mér," segir Ragna.Hætti á kvíðalyfjunum- var komin á grafarbakkann „Ég hætti á kvíðalyfjunum mínum og byrjaði á Herbalife eftir að ég hitti yndislega konu sem hjálpaði mér mér að takast á við mína andlegu líðan. Hún kenndi mér að ná betra jafnvægi og ná betri stjórn á lífi mínu. Þvílíkt „lifesaving" sem þetta var því ég var alveg að gefast upp. Ég var komin á grafarbakkann. Ég gat ekki borðað og ekki sofið. Fannst allt vera búið. Ég var búin að missa börnin mín, heimili mitt, bílinn minn og allt. Þetta var mjög erfitt en ég byrjaði að næra mig betur og taka hlutunum betur og núna gengur allt miklu betur með jákvæðu hugarfari. Það er málið - ég er ekki enn komin með heimili ennþá en er að vinna í því. Um leið og ég er komin með heimili koma stelpurnar heim."Þessi mynd var tekin af Rögnu í október árið 2011.Tók út gos og snakk„Ég missti 10 kíló á þessum tveimur mánuðum. Ég tók gos og snakk út og lifði mjög óheilbrigðum lífsstíl. Ég neitaði mer um að verða besta útgáfan af sjálfri mér en ég hætti þessari sjálfseyðingarhvöt og þjáningu og er að breyta henni í jákvæða reynslu en ég lít á hlutina í öðru ljósi."Ragna 26,5 kílóum léttari.26,5 kg farin á sjö mánuðum „Þetta eru búnir að vera lærdómsríkir mánuðir. Ellu Dís líður vel og komin með greiningu. Allt erfiðið er búið að skilað árangri og ég er sátt - mjög sátt. Ég fékk sjokk að skoða af mér gamlar myndir þar sem ég var svo reið og sár og gleymdi að einblína á allt það jákvæða í lífi mínu en sem betur fer náði ég mér úr þessu hugarfari sem er mikið frelsi og hamingja. Ég er búin að finna sjálfa mig aftur. Fyrir mig og börnin mín. 26,5 kíló eru farin síðan í október í fyrra. Þetta er magnað, á sjö mánuðum. Já þetta er hægt. Ég næri mig mjög vel og er byrjuð í líkamsrækt. Ég lifi heilbrigðu lífi," segir Ragna að lokum.
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira