Nico Rosberg stal ráspólnum óvænt Birgir Þór Harðarson skrifar 20. apríl 2013 12:25 Rosberg var ánægður með hringinn sinn sem var fullkominn frá sjónarhóli ökumannsins. Það gerðist óvænt í tímatökum fyrir kappaksturinn í Barein í hádeginu að Nico Rosberg á Mercedes setti besta tíma og náði auðveldlega ráspól. Sebastian Vettel varð annar í Red Bull-bílnum. Liðin voru þegar farin að stilla upp keppnisáætlunum í síðustu lotu tímatökunnar. Jenson Button mun ræsa tíundi eftir að hafa ekki sett tíma í síðustu lotu. Hann fær því að ráða hvaða dekkjum hann ræsir á. Þá ólk Felipe Massa sinn síðasta og hraðasta hring á hörðu dekkjagerðinni. "Ég átti ekki von á þessu því við áttum í vandræðum í gær. Það var gaman að sjá Rosberg vinna sig upp í efsta sætið," sagði Ross Brawn liðstjóri Merceds-liðsins. Liðsfélagi Rosbergs er Lewis Hamilton sem fær fimm sæta refsingu á ráslínunni því skipta þurfti um gírkassa í bíl hans eftir æfingar í morgun. Hamilton ræsir þvi níundi. Mark Webber fær líka fimm sæta refsingu fyrir atvikið í Kína fyrir viku síðan og ræsir því sjöundi. Kimi Raikkönen var í vandræðum með jafnvægið í Lotus-bíl sínum og náði aðeins níunda besta tíma í síðustu lotu tímatökunnar. Hann ræsir áttundi því Hamilton er færður aftur fyrir hann. Paul di Resta verður fimmti á ráslínunni eftir að hafa verið frábær í öllum tímatökulotunum. Hann ekur Force India-bíl. Liðsfélagi hans Adrian Sutil verður sjötti. Felipe Massa verður fjórði á eftir liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso. Estiban Gutierrez verður aftastur eftir að hafa átt ömurlega tímatöku fyrir Sauber. Hann komst ekki upp úr fyrstu lotunni og var með refsingu á bakinu síðan í Kína. Fyrir framan Gutierrez er botnslagurinn í algleymingi milli Caterham og Marussia. Í dag var erfitt að skilja á milli, Charles Pic á Caterham verður átjándi, Jules Bianchi í Marussia þar á eftir, svo liðsfélagar þeirra. Enn er Williams-liðið í vandræðum með nýstárlegt fjöðrunarkerfi. Pastor Maldonado verður sautjándi eftir að hafa ekki komist upp úr fyrstu lotunni. Valterri Bottas, liðsféagi hans, setti raunar nákvæmlega sama tíma í fyrstu lotunni en var skráður sextándi svo hann komst áfram. Hann ræsir fimmtándi á morgun. Röð ökumanna á morgun1. Nico Rosberg, Mercedes 2. Sebastian Vettel, Red Bull 3. Fernando Alonso, Ferrari 4. Felipe Massa, Ferrari 5. Paul Di Resta, Force India 6. Adrian Sutil, Force India 7. Kimi Raikkonen, Lotus 8. Mark Webber, Red Bull 9. Lewis Hamilton, Mercedes 10. Jenson Button, McLaren 11. Romain Grosjean, Lotus 12. Sergio Perez, McLaren 13. Daniel Ricciardo, Toro Rosso 14. Nico Hulkenberg, Sauber 15. Valtteri Bottas, Williams 16. Jean-Eric Vergne, Toro Rosso 17. Pastor Maldonado, Williams 18. Charles Pic, Caterham 19. Jules Bianchi, Marussia 20. Giedo van der Garde, Caterham 21. Max Chilton, Marussia 22. Esteban Gutierrez, Sauber Bein útsending frá kappakstrinum hefst í fyrramálið klukkan 11.30. Formúla Tengdar fréttir Vettel: Tími Rosbergs óbætanlegur Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart. 20. apríl 2013 19:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Það gerðist óvænt í tímatökum fyrir kappaksturinn í Barein í hádeginu að Nico Rosberg á Mercedes setti besta tíma og náði auðveldlega ráspól. Sebastian Vettel varð annar í Red Bull-bílnum. Liðin voru þegar farin að stilla upp keppnisáætlunum í síðustu lotu tímatökunnar. Jenson Button mun ræsa tíundi eftir að hafa ekki sett tíma í síðustu lotu. Hann fær því að ráða hvaða dekkjum hann ræsir á. Þá ólk Felipe Massa sinn síðasta og hraðasta hring á hörðu dekkjagerðinni. "Ég átti ekki von á þessu því við áttum í vandræðum í gær. Það var gaman að sjá Rosberg vinna sig upp í efsta sætið," sagði Ross Brawn liðstjóri Merceds-liðsins. Liðsfélagi Rosbergs er Lewis Hamilton sem fær fimm sæta refsingu á ráslínunni því skipta þurfti um gírkassa í bíl hans eftir æfingar í morgun. Hamilton ræsir þvi níundi. Mark Webber fær líka fimm sæta refsingu fyrir atvikið í Kína fyrir viku síðan og ræsir því sjöundi. Kimi Raikkönen var í vandræðum með jafnvægið í Lotus-bíl sínum og náði aðeins níunda besta tíma í síðustu lotu tímatökunnar. Hann ræsir áttundi því Hamilton er færður aftur fyrir hann. Paul di Resta verður fimmti á ráslínunni eftir að hafa verið frábær í öllum tímatökulotunum. Hann ekur Force India-bíl. Liðsfélagi hans Adrian Sutil verður sjötti. Felipe Massa verður fjórði á eftir liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso. Estiban Gutierrez verður aftastur eftir að hafa átt ömurlega tímatöku fyrir Sauber. Hann komst ekki upp úr fyrstu lotunni og var með refsingu á bakinu síðan í Kína. Fyrir framan Gutierrez er botnslagurinn í algleymingi milli Caterham og Marussia. Í dag var erfitt að skilja á milli, Charles Pic á Caterham verður átjándi, Jules Bianchi í Marussia þar á eftir, svo liðsfélagar þeirra. Enn er Williams-liðið í vandræðum með nýstárlegt fjöðrunarkerfi. Pastor Maldonado verður sautjándi eftir að hafa ekki komist upp úr fyrstu lotunni. Valterri Bottas, liðsféagi hans, setti raunar nákvæmlega sama tíma í fyrstu lotunni en var skráður sextándi svo hann komst áfram. Hann ræsir fimmtándi á morgun. Röð ökumanna á morgun1. Nico Rosberg, Mercedes 2. Sebastian Vettel, Red Bull 3. Fernando Alonso, Ferrari 4. Felipe Massa, Ferrari 5. Paul Di Resta, Force India 6. Adrian Sutil, Force India 7. Kimi Raikkonen, Lotus 8. Mark Webber, Red Bull 9. Lewis Hamilton, Mercedes 10. Jenson Button, McLaren 11. Romain Grosjean, Lotus 12. Sergio Perez, McLaren 13. Daniel Ricciardo, Toro Rosso 14. Nico Hulkenberg, Sauber 15. Valtteri Bottas, Williams 16. Jean-Eric Vergne, Toro Rosso 17. Pastor Maldonado, Williams 18. Charles Pic, Caterham 19. Jules Bianchi, Marussia 20. Giedo van der Garde, Caterham 21. Max Chilton, Marussia 22. Esteban Gutierrez, Sauber Bein útsending frá kappakstrinum hefst í fyrramálið klukkan 11.30.
Formúla Tengdar fréttir Vettel: Tími Rosbergs óbætanlegur Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart. 20. apríl 2013 19:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Vettel: Tími Rosbergs óbætanlegur Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart. 20. apríl 2013 19:00