Góðgæti frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 21. apríl 2013 11:15 Eyðir 3 lítrum - 5,9 sekúndur í hundraðið - kemst 1.150 km á tankinum. Nú streyma fréttirnar frá bílasýningunni í Shanghai í Kína. Nýr bíll frá Volkswagen, CrossBlue Coupe Concept jepplingur, hefur galopnað augu gesta þar, enda laglegur bíll á ferð og með krafta í kögglum að auki. Hann kippir í kynið við 7 sæta hugmyndabílinn sem Volkswagen sýndi í Detroit, en nú er hann af Coupe gerð og 5 sæta. Þessi bíll er með Plug-in tvinntækni, 9,8 Kwh lithion-ion rafhlaða finnst í bílnum auk 295 hestafla bensínvélar og saman skilar það honum 415 hestöflum. Semsagt hálfgert kraftatröll sem fer sprettinn í hundrað á 5,9 sekúndum og er með hámarkshraðann 236 km/klst. Hann getur farið fyrstu 33 kílómetrana eingöngu á rafhlöðunni, eyðir aðeins um þremur lítrum á hundraðið og kemst 1.150 kílómetra á tankinum. Alls ekki slæmar tölur, en svo getur raunveruleikinn verið aðeins öðruvísi eins og títt er. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent
Eyðir 3 lítrum - 5,9 sekúndur í hundraðið - kemst 1.150 km á tankinum. Nú streyma fréttirnar frá bílasýningunni í Shanghai í Kína. Nýr bíll frá Volkswagen, CrossBlue Coupe Concept jepplingur, hefur galopnað augu gesta þar, enda laglegur bíll á ferð og með krafta í kögglum að auki. Hann kippir í kynið við 7 sæta hugmyndabílinn sem Volkswagen sýndi í Detroit, en nú er hann af Coupe gerð og 5 sæta. Þessi bíll er með Plug-in tvinntækni, 9,8 Kwh lithion-ion rafhlaða finnst í bílnum auk 295 hestafla bensínvélar og saman skilar það honum 415 hestöflum. Semsagt hálfgert kraftatröll sem fer sprettinn í hundrað á 5,9 sekúndum og er með hámarkshraðann 236 km/klst. Hann getur farið fyrstu 33 kílómetrana eingöngu á rafhlöðunni, eyðir aðeins um þremur lítrum á hundraðið og kemst 1.150 kílómetra á tankinum. Alls ekki slæmar tölur, en svo getur raunveruleikinn verið aðeins öðruvísi eins og títt er.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent