Góðgæti frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 21. apríl 2013 11:15 Eyðir 3 lítrum - 5,9 sekúndur í hundraðið - kemst 1.150 km á tankinum. Nú streyma fréttirnar frá bílasýningunni í Shanghai í Kína. Nýr bíll frá Volkswagen, CrossBlue Coupe Concept jepplingur, hefur galopnað augu gesta þar, enda laglegur bíll á ferð og með krafta í kögglum að auki. Hann kippir í kynið við 7 sæta hugmyndabílinn sem Volkswagen sýndi í Detroit, en nú er hann af Coupe gerð og 5 sæta. Þessi bíll er með Plug-in tvinntækni, 9,8 Kwh lithion-ion rafhlaða finnst í bílnum auk 295 hestafla bensínvélar og saman skilar það honum 415 hestöflum. Semsagt hálfgert kraftatröll sem fer sprettinn í hundrað á 5,9 sekúndum og er með hámarkshraðann 236 km/klst. Hann getur farið fyrstu 33 kílómetrana eingöngu á rafhlöðunni, eyðir aðeins um þremur lítrum á hundraðið og kemst 1.150 kílómetra á tankinum. Alls ekki slæmar tölur, en svo getur raunveruleikinn verið aðeins öðruvísi eins og títt er. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent
Eyðir 3 lítrum - 5,9 sekúndur í hundraðið - kemst 1.150 km á tankinum. Nú streyma fréttirnar frá bílasýningunni í Shanghai í Kína. Nýr bíll frá Volkswagen, CrossBlue Coupe Concept jepplingur, hefur galopnað augu gesta þar, enda laglegur bíll á ferð og með krafta í kögglum að auki. Hann kippir í kynið við 7 sæta hugmyndabílinn sem Volkswagen sýndi í Detroit, en nú er hann af Coupe gerð og 5 sæta. Þessi bíll er með Plug-in tvinntækni, 9,8 Kwh lithion-ion rafhlaða finnst í bílnum auk 295 hestafla bensínvélar og saman skilar það honum 415 hestöflum. Semsagt hálfgert kraftatröll sem fer sprettinn í hundrað á 5,9 sekúndum og er með hámarkshraðann 236 km/klst. Hann getur farið fyrstu 33 kílómetrana eingöngu á rafhlöðunni, eyðir aðeins um þremur lítrum á hundraðið og kemst 1.150 kílómetra á tankinum. Alls ekki slæmar tölur, en svo getur raunveruleikinn verið aðeins öðruvísi eins og títt er.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent