Fullkominn leikur hjá Bayern München 23. apríl 2013 08:48 Bayern fagnaði oft í kvöld og verður örugglega fagnað fram á nótt. Þýska liðið Bayern München bauð til veislu á Allianz-vellinum í kvöld er liðið kjöldró hið stórkostlega lið Barcelona og vann ótrúlegan 4-0 sigur sem seint mun gleymast. Bayern er því komið með annan fótinn í úrslit Meistaradeildarinnar en þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Bæði lið sóttu af krafti og líf í leiknum. Fyrsta markið kom eftir 25 mínútna leik. Þá endaði þung sókn Bayern með því að Thomas Müller stangaði boltann í netið af stuttu færi. Þýska liðið byrjaði síðari hálfleikinn með látum. Robben tók horn sem flaug yfir á fjærstöng. Þar skallaði Müller boltann fyrir og Gomez mokaði honum yfir línuna. Gomez er mikil markamaskína og þá sérstaklega á heimavelli í Meistaradeildinni. Þetta var hans 15. mark í 14 leikjum á Allianz-vellinum. Veislunni var ekki lokið í Bæjaralandi því Arjen Robben skoraði mark úr þröngu færi eftir magnað einstaklingsframtak og Gomez bætti fjórða markinu við átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var í fyrsta skipti síðan árið 2005 að Barcelona fær á sig fjögur mörk í Meistaradeildinni. Chelsea gerði það síðast. Stærsta tap Barcelona í Evrópukeppnum fyrir kvöldið var gegn Dynamo Kiev. Sá leikur endaði 4-0 og fór fram í nóvember árið 1997. Það vonda met var jafnað á þessu skelfilega kvöldi fyrir Barcelona. Leikmenn Bayern gátu aftur á móti leyft sér að fagna en þeir spiluðu hinn fullkomna leik. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira
Þýska liðið Bayern München bauð til veislu á Allianz-vellinum í kvöld er liðið kjöldró hið stórkostlega lið Barcelona og vann ótrúlegan 4-0 sigur sem seint mun gleymast. Bayern er því komið með annan fótinn í úrslit Meistaradeildarinnar en þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Bæði lið sóttu af krafti og líf í leiknum. Fyrsta markið kom eftir 25 mínútna leik. Þá endaði þung sókn Bayern með því að Thomas Müller stangaði boltann í netið af stuttu færi. Þýska liðið byrjaði síðari hálfleikinn með látum. Robben tók horn sem flaug yfir á fjærstöng. Þar skallaði Müller boltann fyrir og Gomez mokaði honum yfir línuna. Gomez er mikil markamaskína og þá sérstaklega á heimavelli í Meistaradeildinni. Þetta var hans 15. mark í 14 leikjum á Allianz-vellinum. Veislunni var ekki lokið í Bæjaralandi því Arjen Robben skoraði mark úr þröngu færi eftir magnað einstaklingsframtak og Gomez bætti fjórða markinu við átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var í fyrsta skipti síðan árið 2005 að Barcelona fær á sig fjögur mörk í Meistaradeildinni. Chelsea gerði það síðast. Stærsta tap Barcelona í Evrópukeppnum fyrir kvöldið var gegn Dynamo Kiev. Sá leikur endaði 4-0 og fór fram í nóvember árið 1997. Það vonda met var jafnað á þessu skelfilega kvöldi fyrir Barcelona. Leikmenn Bayern gátu aftur á móti leyft sér að fagna en þeir spiluðu hinn fullkomna leik.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira