Hagnaður Volkswagen og Daimler minnkar Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2013 16:03 Ætli nýr Golf eigi ekki vænan hlut í hagnaði Volkswagen? Var 155% meiri hjá Volkswagen en Daimler fyrsta ársfjórðunginn. Erfiður Evrópumarkaður og miklar fjárfestingar í nýjum bílum minnkaði hagnað Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi um 26% frá því í fyrra. Samt ætlar VW ekki að lækka hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir allt árið sem kveður á um sama hagnað og í fyrra, 11,5 milljarð Evra. Hagnaðurinn nú var 2,34 milljarðar Evra, eða 358 milljarðar króna. Velta VW féll 1,6% milli ára en kostnaður jókst. Sala allrar VW samstæðunnar með sín 12 merki nam 864.400 bílum í mars einum. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, upplifði enn meira fall hagnaðar, eða um 56%. Daimler náði 917 milljón Evra hagnaði en á sama tíma í fyrra 2,1 milljarði Evra. Veltan dróst saman um 3% hjá Mercedes og á hinum mikilvæga markaði í Kína var samdrátturinn 11%. Það var þó hinn erfiði Evrópumarkaður sem stærstan þátt á í minnkaðri sölu og hagnaði, en hann skrapp í heildina saman um 9,7% og um 13% í Þýskalandi. Jákvæðu fréttirnar fyrir Mercedes Benz í Evrópu eru helst þær að í mars jókst salan þar um 0,8% en minnkaði um 4,5% hjá BMW og 15,0% hjá Audi. Mercedes Benz er aðeins á eftir keppinautunum BMW og Audi í sölu, en á fyrsta ársfjórðungnum seldi Mercedes 324.898 bíla, Audi 369.500 og BMW 381.404 eintök. Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Var 155% meiri hjá Volkswagen en Daimler fyrsta ársfjórðunginn. Erfiður Evrópumarkaður og miklar fjárfestingar í nýjum bílum minnkaði hagnað Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi um 26% frá því í fyrra. Samt ætlar VW ekki að lækka hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir allt árið sem kveður á um sama hagnað og í fyrra, 11,5 milljarð Evra. Hagnaðurinn nú var 2,34 milljarðar Evra, eða 358 milljarðar króna. Velta VW féll 1,6% milli ára en kostnaður jókst. Sala allrar VW samstæðunnar með sín 12 merki nam 864.400 bílum í mars einum. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, upplifði enn meira fall hagnaðar, eða um 56%. Daimler náði 917 milljón Evra hagnaði en á sama tíma í fyrra 2,1 milljarði Evra. Veltan dróst saman um 3% hjá Mercedes og á hinum mikilvæga markaði í Kína var samdrátturinn 11%. Það var þó hinn erfiði Evrópumarkaður sem stærstan þátt á í minnkaðri sölu og hagnaði, en hann skrapp í heildina saman um 9,7% og um 13% í Þýskalandi. Jákvæðu fréttirnar fyrir Mercedes Benz í Evrópu eru helst þær að í mars jókst salan þar um 0,8% en minnkaði um 4,5% hjá BMW og 15,0% hjá Audi. Mercedes Benz er aðeins á eftir keppinautunum BMW og Audi í sölu, en á fyrsta ársfjórðungnum seldi Mercedes 324.898 bíla, Audi 369.500 og BMW 381.404 eintök.
Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent