Fótbolti

Di Maria tryggði Real sigur í borgarslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Real Madrid náði sex stiga forystu á granna sína í Atletico Madrid eftir 2-1 sigur í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni kvöld. Atletico hefur beðið eftir sigri í Madrídarslagnum í fjórtán ár og þarf að bíða eitthvað lengur.

Angel Di Maria skoraði sigurmark Real-manna í seinni hálfleik en liðið er nú ellefu stigum á eftir toppliði Barcelona þegar fimmtán stig eru eftir í pottinum.

Cristiano Ronaldo var ekki með vegna meiðsla í dag og er hann tæpur fyrir síðari viðureign Real Madrid gegn Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Það voru heimamenn í Atletico sem komust yfir þegar að hinn sjóðheiti Radamel Falcao skoraði strax á fjórðu mínútu. Hann skoraði af stuttu færi eftir að Diego Lopez varði aukaspyrnu Gabi.

En gestirnir jöfnuðu aðeins níu mínútum síðar og það var með sjálfsmarki Juanfran. Angel Di Maria tók aukaspyrnu að marki og fór boltinn klaufalega af Juanfran og í netið.

Atletico byrjaði vel í seinni hálfleik og komst nálægt því að skora. Það voru þó heimamenn sem voru fyrri til og nú sá Di Maria um að skora markið.

Real Madrid hafði varla ógnað í seinni hálfleik en liðið komst í sókn á 63. mínútu. Boltinn barst inn á Benzema sem gaf góða sendingu á Di Maria. Hann afgreiddi knöttinn í netið með skoti úr vítateignum.

Heimamenn héldu áfram að sækja eftir þetta en náðu ekki að skora jöfnunarmarkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×