Volkswagen fækkar starfsfólki Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2013 12:45 Það eru ekki bara franskir bílaframleiðendur sem þurfa að segja upp starfsfólki Skáru niður um 500 störf í Bandaríkjunum og fækkun í Evrópu blasir við. Þrátt fyrir ágætt gengi Volkswagen þarf fyrirtækið, eins og svo mörg önnur bílafyrirtæki, að skera niður í hópi starfskrafta sinna. Fyrir skömmu fækkaði Volkswagen starfsfólki í verksmiðju sinni í Chattanooga í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum um 500 manns. Var það gert vegna minnkandi eftirspurnar eftir Volkswagen Passat vestanhafs. Fækkun starfa gæti einnig orðið í Evrópu á næstunni og Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen hefur ljáð máls á niðurskurði starfskrafta sökum dræmrar sölu bíla í álfunni. Hann hefur þó að engu leiti beygt af leið með áform fyrirtækisins um að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018. Volkswagen ætlar til að mynda að tvöfalda framleiðslu sína í Kína á næstu fimm árum. Mun sú aukning gera betur en bæta upp þá sölutregðu sem er í Evrópu. Ennfremur ætlar Volkswagen að bæta við 1.500 sölustöðum á þeim mörkuðum sem vaxa hvað hraðast í heiminum og bætast þeir við þá 20.000 sölustaði sem fyrir eru. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Skáru niður um 500 störf í Bandaríkjunum og fækkun í Evrópu blasir við. Þrátt fyrir ágætt gengi Volkswagen þarf fyrirtækið, eins og svo mörg önnur bílafyrirtæki, að skera niður í hópi starfskrafta sinna. Fyrir skömmu fækkaði Volkswagen starfsfólki í verksmiðju sinni í Chattanooga í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum um 500 manns. Var það gert vegna minnkandi eftirspurnar eftir Volkswagen Passat vestanhafs. Fækkun starfa gæti einnig orðið í Evrópu á næstunni og Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen hefur ljáð máls á niðurskurði starfskrafta sökum dræmrar sölu bíla í álfunni. Hann hefur þó að engu leiti beygt af leið með áform fyrirtækisins um að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018. Volkswagen ætlar til að mynda að tvöfalda framleiðslu sína í Kína á næstu fimm árum. Mun sú aukning gera betur en bæta upp þá sölutregðu sem er í Evrópu. Ennfremur ætlar Volkswagen að bæta við 1.500 sölustöðum á þeim mörkuðum sem vaxa hvað hraðast í heiminum og bætast þeir við þá 20.000 sölustaði sem fyrir eru.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent