Perez þykir hann hafa sannað ágæti sitt Birgir Þór Harðarson skrifar 29. apríl 2013 16:15 Perez var fljótari en Jenson Button í kappakstrinum í Barein. Sergio Perez, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög ánægður með árangur sinn í Barein-kappakstrinum. Hann endaði sjötti eftir grimma baráttu við Jenson Button, liðsfélaga sinn. Hinn mexíkóski Perez var harðlega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu sína í fyrstu þremur mótum ársins og spurningar vöknuðu um hvort McLaren hafi gert mistök þegar það réð hann í stað Lewis Hamilton síðasta haust. Perez þurfti því að sanna sig í Barein. Það gerði hann og segist nú hafa sannað ágæti sitt hjá liðinu. „Við höfum upplifað erfið augnablik en þetta er aðeins upphaf tímabilsins,“ sagði Perez. „Ég hef aldrei misst sjálfstraustið og hef alltaf trúað á sjálfan mig. Nú hef ég sýnt gagnrýnendum mínum að ég get náð árangri.“ Perez segir Martin Whitmarsh, liðstjóra McLaren, hafa beðið sig um að gera betur. Hann segir jafnframt hafa upplifað ákveðið frelsi þegar hann fékk að berjast við liðsfélaga sinn. „Áætlunin og hraði bílsins leyfði mér að gera hlutina öðruvísi. Ég var ekki að verjast heldur að sækja.“ Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sergio Perez, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög ánægður með árangur sinn í Barein-kappakstrinum. Hann endaði sjötti eftir grimma baráttu við Jenson Button, liðsfélaga sinn. Hinn mexíkóski Perez var harðlega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu sína í fyrstu þremur mótum ársins og spurningar vöknuðu um hvort McLaren hafi gert mistök þegar það réð hann í stað Lewis Hamilton síðasta haust. Perez þurfti því að sanna sig í Barein. Það gerði hann og segist nú hafa sannað ágæti sitt hjá liðinu. „Við höfum upplifað erfið augnablik en þetta er aðeins upphaf tímabilsins,“ sagði Perez. „Ég hef aldrei misst sjálfstraustið og hef alltaf trúað á sjálfan mig. Nú hef ég sýnt gagnrýnendum mínum að ég get náð árangri.“ Perez segir Martin Whitmarsh, liðstjóra McLaren, hafa beðið sig um að gera betur. Hann segir jafnframt hafa upplifað ákveðið frelsi þegar hann fékk að berjast við liðsfélaga sinn. „Áætlunin og hraði bílsins leyfði mér að gera hlutina öðruvísi. Ég var ekki að verjast heldur að sækja.“
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira