Montoya rétt missti af sigrinum Birgir Þór Harðarson skrifar 29. apríl 2013 22:15 Montoya ekur fyrir Chevrolet í NASCAR. Fyrrum Formúlu 1-ökuþórinn, Juan-Pablo Montoya, sem keppir nú í NASCAR í Bandaríkjunum rétt missti af sigri í mótaröðinni í gær. Montoya var samt ánægður með að ná að klára mótið. „Er ég ánægður? Jahá!“ Sagði Montoya eftir kappaksturinn í Richmond-brautinni í Virginíuríki. Hann var fremstur þegar aðeins tíu hringir voru eftir en þurfti að láta forystuna af hendi þegar Brian Vickers klessti bílinn sinn og öryggisbíllinn var kallaður út. Montoya var þá þvingaður til að skipta um dekk og endurræsti kappaksturinn í sjötta sæti. Hann endaði þó fjórði. „Ég meina, hvar höfum við endað betur en þetta? Í síðustu keppnum höfum við lent í bilaðri eldsneytisdælu, gírkassa, lausum dekkjum, sprungnum dekkjum... Svo að klára mótið? Vá!“ Montoya segist hafa velt því fyrir sér að halda áfram á slitnum dekkjum en þorði það ekki og valdi frekar örugg stig. Kevin Harvick vann mótið 1,5 sekúndum á undan Montoya. Hann heldur að hann hafi ekki getað náð Montoya án öryggisbílsins. „Ég held ekki. Ég var að tapa gripi út úr beygjunum. Ég hefði örugglega ekki náð Montoya.“ Montoya ók fyrir Williams og McLaren í Formúlu 1 og vann sjö sinnum í þessum 95 kappökstrum sem hann tók þátt í. Hann sagði svo skilið við Formúlu 1 á miðju tímabilinu 2006 þegar hann tilkynnti að hann væri að fara til Bandaríkjanna að keppa í NASCAR. McLaren-liðið leysti hann undan samningnum um leið enda hafði hann ekkert ráðfært sig við liðið. Formúla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fyrrum Formúlu 1-ökuþórinn, Juan-Pablo Montoya, sem keppir nú í NASCAR í Bandaríkjunum rétt missti af sigri í mótaröðinni í gær. Montoya var samt ánægður með að ná að klára mótið. „Er ég ánægður? Jahá!“ Sagði Montoya eftir kappaksturinn í Richmond-brautinni í Virginíuríki. Hann var fremstur þegar aðeins tíu hringir voru eftir en þurfti að láta forystuna af hendi þegar Brian Vickers klessti bílinn sinn og öryggisbíllinn var kallaður út. Montoya var þá þvingaður til að skipta um dekk og endurræsti kappaksturinn í sjötta sæti. Hann endaði þó fjórði. „Ég meina, hvar höfum við endað betur en þetta? Í síðustu keppnum höfum við lent í bilaðri eldsneytisdælu, gírkassa, lausum dekkjum, sprungnum dekkjum... Svo að klára mótið? Vá!“ Montoya segist hafa velt því fyrir sér að halda áfram á slitnum dekkjum en þorði það ekki og valdi frekar örugg stig. Kevin Harvick vann mótið 1,5 sekúndum á undan Montoya. Hann heldur að hann hafi ekki getað náð Montoya án öryggisbílsins. „Ég held ekki. Ég var að tapa gripi út úr beygjunum. Ég hefði örugglega ekki náð Montoya.“ Montoya ók fyrir Williams og McLaren í Formúlu 1 og vann sjö sinnum í þessum 95 kappökstrum sem hann tók þátt í. Hann sagði svo skilið við Formúlu 1 á miðju tímabilinu 2006 þegar hann tilkynnti að hann væri að fara til Bandaríkjanna að keppa í NASCAR. McLaren-liðið leysti hann undan samningnum um leið enda hafði hann ekkert ráðfært sig við liðið.
Formúla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira