Massa segir Ferrari eiga séns á titli Birgir Þór Harðarson skrifar 10. apríl 2013 22:45 Massa hefur trúa á Ferrari-liðinu í ár. nordicphotos/afp Brasilíumaðurinn Felipe Massa, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist handviss um að að Ferrari-liðið sé nógu öflugt til að berjast um heimsmeistaratitil á tímabilinu sem hafið er. Formúla 1 snýr aftur í Kína um næstu helgi. Árangur Ferrari hefur verið ágætur í mótunum tveimur sem búin eru. Fernando Alonso varð annar í Ástralíu og Massa fjórði. Liðið gerði síðan mistök í Malasíu sem varð til þess að Alonso gat ekki klárað en Massa varð fimmti. „Við höfum náttúrlega aðeins ekið tvö mót en ég hef góða tilfinningu fyrir tímabilinu,“ sagði Massa sem er fjórum stigum á undan liðsfélaga sínum í titilbaráttunni. Hann segir mörg lið eiga möguleika á að skáka Red Bull. „Okkar lið er eitt þeirra.“ „Á meðan við náum að þróa bílinn í rétta átt og skilum góðum úrslitum á brautinni eigum við möguleika,“ segir Massa. Red Bull-liðið hefur stolið senunni enn á ný þetta tímabilið og er efst í liðakeppninni með 66 stig. Lotus og Ferrari deila öðru sæti með 40 stig hvert og Mercedes er í fjórða sæti með 37 stig. Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist handviss um að að Ferrari-liðið sé nógu öflugt til að berjast um heimsmeistaratitil á tímabilinu sem hafið er. Formúla 1 snýr aftur í Kína um næstu helgi. Árangur Ferrari hefur verið ágætur í mótunum tveimur sem búin eru. Fernando Alonso varð annar í Ástralíu og Massa fjórði. Liðið gerði síðan mistök í Malasíu sem varð til þess að Alonso gat ekki klárað en Massa varð fimmti. „Við höfum náttúrlega aðeins ekið tvö mót en ég hef góða tilfinningu fyrir tímabilinu,“ sagði Massa sem er fjórum stigum á undan liðsfélaga sínum í titilbaráttunni. Hann segir mörg lið eiga möguleika á að skáka Red Bull. „Okkar lið er eitt þeirra.“ „Á meðan við náum að þróa bílinn í rétta átt og skilum góðum úrslitum á brautinni eigum við möguleika,“ segir Massa. Red Bull-liðið hefur stolið senunni enn á ný þetta tímabilið og er efst í liðakeppninni með 66 stig. Lotus og Ferrari deila öðru sæti með 40 stig hvert og Mercedes er í fjórða sæti með 37 stig.
Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira