Gengur Tottenham betur en KR? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2013 07:54 Gylfi skorar markið glæsilega í fyrri leiknum. Nordicphotos/Getty Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli. Nær öruggt má telja að Gylfi verði í byrjunarliði Spurs í Sviss í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn kom Tottenham aftur til bjargar í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur skorað þrjú mörk í Evrópudeildinni í vetur og aðeins Jermain Defoe hefur skorað fleiri eða fjögur. Spurs saknar Aaron Lennon og Gareth Bale sem báðir glíma við meiðsli á ökkla. Reikna má með því að Michael Dawson verði aftur í hjarta varnarinnar en William Gallas, sem oft hefur leikið betur en á yfirstandandi leiktíð, er meiddur á kálfa. Tottenham fagnar þó endurkomu Kyle Walker sem var í leikbanni í fyrri leiknum. Kyle Naughton tyllir sér væntanlega á bekkinn.Baldur Sigruðsson á St. Jacob's Park sumarið 2009.Nordicphotos/GettyÞótt flestir reikni með sigri Tottenham í kvöld verður að hafa í huga að Basel er erfitt heim að sækja á St. Jakob-Park. Því fengu liðsmenn Manchester United að kynnast á síðustu leiktíð en völlurinn var endastöð liðsins í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap í riðlakeppninni. Basel er auk þess á miklu skriði og vermir toppsæti svissnesku deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í öllum keppnum frá því í nóvember og verða vel studdir í Basel í kvöld.Liðsmenn KR fagna marki Guðmundar Benediktssonar í fyrri leiknum gegn Basel í Vesturbænum.Mynd/ArnþórTottenham er í sömu sporum og KR var í sumarið 2009. Þá mættu KR-ingar liði Basel í 3. umferð forkeppni Evrópudeilarinnar. Liðin skildu jöfn á KR-vellinum 2-2 eftir að KR komst 2-0 yfir. Í síðari leiknum í Sviss hafði Basel 3-1 sigur þrátt fyrir að KR væri manni fleiri allan síðari hálfleikinn. Leikurinn hefst klukkan 19.05 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Þá verður fylgst vel með gangi mála hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33 Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli. Nær öruggt má telja að Gylfi verði í byrjunarliði Spurs í Sviss í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn kom Tottenham aftur til bjargar í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur skorað þrjú mörk í Evrópudeildinni í vetur og aðeins Jermain Defoe hefur skorað fleiri eða fjögur. Spurs saknar Aaron Lennon og Gareth Bale sem báðir glíma við meiðsli á ökkla. Reikna má með því að Michael Dawson verði aftur í hjarta varnarinnar en William Gallas, sem oft hefur leikið betur en á yfirstandandi leiktíð, er meiddur á kálfa. Tottenham fagnar þó endurkomu Kyle Walker sem var í leikbanni í fyrri leiknum. Kyle Naughton tyllir sér væntanlega á bekkinn.Baldur Sigruðsson á St. Jacob's Park sumarið 2009.Nordicphotos/GettyÞótt flestir reikni með sigri Tottenham í kvöld verður að hafa í huga að Basel er erfitt heim að sækja á St. Jakob-Park. Því fengu liðsmenn Manchester United að kynnast á síðustu leiktíð en völlurinn var endastöð liðsins í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap í riðlakeppninni. Basel er auk þess á miklu skriði og vermir toppsæti svissnesku deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í öllum keppnum frá því í nóvember og verða vel studdir í Basel í kvöld.Liðsmenn KR fagna marki Guðmundar Benediktssonar í fyrri leiknum gegn Basel í Vesturbænum.Mynd/ArnþórTottenham er í sömu sporum og KR var í sumarið 2009. Þá mættu KR-ingar liði Basel í 3. umferð forkeppni Evrópudeilarinnar. Liðin skildu jöfn á KR-vellinum 2-2 eftir að KR komst 2-0 yfir. Í síðari leiknum í Sviss hafði Basel 3-1 sigur þrátt fyrir að KR væri manni fleiri allan síðari hálfleikinn. Leikurinn hefst klukkan 19.05 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Þá verður fylgst vel með gangi mála hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33 Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33
Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00