Hraðaheimsmet blæjubíls Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2013 09:15 Topplaus Bugatti Veyron náði 408 km hraða. Fyrir stuttu svipti Guinness Book of Records Bugatti titlinum hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll heims vegna þess að átt hafði verið við Bugatti Veyron bílinn sem metið setti og hann því ekki eins og hver annar framleiðslubíll af þeirri gerð. Sviptingin fór mjög fyrir brjóstið á forsvarsmönnum Bugatti. Viðbrögð Bugatti við þessu var að reyna við enn eitt heimsmetið, þ.e. hraðskreiðasti blæjubíllinn. Heimsmetið náðist á topplausum Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse og hraðinn mældist 408,84 km/klst. Var bílnum ekið af Kínverjanum Anthony Liu á akstursbraut Volkswagen í Ehra-Lessian í Þýskalandi. Bugatti er eitt af mörgum merkjum í eigu Volkswagen samstæðunnar. Eintak af Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse kostar litlar 1.990.000 Evrur, eða ríflega 310 milljónir króna. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent
Topplaus Bugatti Veyron náði 408 km hraða. Fyrir stuttu svipti Guinness Book of Records Bugatti titlinum hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll heims vegna þess að átt hafði verið við Bugatti Veyron bílinn sem metið setti og hann því ekki eins og hver annar framleiðslubíll af þeirri gerð. Sviptingin fór mjög fyrir brjóstið á forsvarsmönnum Bugatti. Viðbrögð Bugatti við þessu var að reyna við enn eitt heimsmetið, þ.e. hraðskreiðasti blæjubíllinn. Heimsmetið náðist á topplausum Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse og hraðinn mældist 408,84 km/klst. Var bílnum ekið af Kínverjanum Anthony Liu á akstursbraut Volkswagen í Ehra-Lessian í Þýskalandi. Bugatti er eitt af mörgum merkjum í eigu Volkswagen samstæðunnar. Eintak af Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse kostar litlar 1.990.000 Evrur, eða ríflega 310 milljónir króna.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent