Í morgun var dregið í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA og Tottenham-banarnir í Basel fá aftur að mæta ensku liði.
Basel dróst gegn Chelsea að þessu sinni. Í hinum leiknum mætast Fenerbahce og Benfica.
Basel vann dramatískan sigur á Tottenham eftir vítaspyrnukeppni í gær. Liðinu gengur vel gegn enskum liðum því á síðustu leiktíð sló liðið Man. Utd út úr Meistaradeildinni.
Fyrri leikirnir fara fram þann 25. apríl og síðari leikirnir viku síðar.
Drátturinn:
Fenerbahce - Benfica
Basel - Chelsea
Chelsea fær að glíma við Basel
