Jepplingur frá Citroën Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2013 11:15 Fjári laglegur bíll frá Citroën Hefur fengið nafnið Rubis og Citroen horfir helst til Kína með framleiðslu hans. Þarf heimurinn enn einn jepplinginn, má spyrja? Það finnst að minnsta kosti Citroën, enda framleiða þeir engan slíkan í dag. Citroën áttar sig hinsvegar á, eins og flestir aðrir bílaframleiðendur, að mikil eftispurn er eftir jepplingum og því er spáð að það haldi kröftuglega áfram á næstu árum. Nýi jepplingur Citroën hefur fengið heitið Rubis sem þýðir fjólublár á frönsku og skýrir kannski litinn á bílnum sem hér sést. Hann mun flokkast undir DS bíla Citroën, en þeir eru að jafnaði betur búnir og kosta meira en hefðbundnir Citroën bílar. Rubis er 470 cm langur, 5 cm lengri en BMW X3 jepplingurinn en hann verður óvenju breiður, breiðari en BMW X5 jeppinn. Rubis mun fá tvinntæknibúnað en stærð vélar liggur ekki fyrir. Sá markaður sem Citroën horfir helst til með framleiðslu jepplingsins er Kína. Hann verður fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankurt.Rubis séður að aftan Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Hefur fengið nafnið Rubis og Citroen horfir helst til Kína með framleiðslu hans. Þarf heimurinn enn einn jepplinginn, má spyrja? Það finnst að minnsta kosti Citroën, enda framleiða þeir engan slíkan í dag. Citroën áttar sig hinsvegar á, eins og flestir aðrir bílaframleiðendur, að mikil eftispurn er eftir jepplingum og því er spáð að það haldi kröftuglega áfram á næstu árum. Nýi jepplingur Citroën hefur fengið heitið Rubis sem þýðir fjólublár á frönsku og skýrir kannski litinn á bílnum sem hér sést. Hann mun flokkast undir DS bíla Citroën, en þeir eru að jafnaði betur búnir og kosta meira en hefðbundnir Citroën bílar. Rubis er 470 cm langur, 5 cm lengri en BMW X3 jepplingurinn en hann verður óvenju breiður, breiðari en BMW X5 jeppinn. Rubis mun fá tvinntæknibúnað en stærð vélar liggur ekki fyrir. Sá markaður sem Citroën horfir helst til með framleiðslu jepplingsins er Kína. Hann verður fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankurt.Rubis séður að aftan
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent