Áhorfandi framdi sjálfsmorð í aksturskeppni Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 15:47 Auglýsingaskilti félags bandarískra byssueigenda, NRA, blasir hér við á brautinni Keppnin var kostuð af félagi bandarískra byssueigenda. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Texas Motor Speedway aksturskeppninni um helgina að áhorfandi svipti sig lífi með skammbyssu undir lok keppninnar. Hafði hann lent í deilum við aðra áhorfendur á keppninni skömmu áður, dró upp eigin skammbyssu og lét skot ríða af í eigið höfuð. Ekki er ljóst hvernig honum tókst að komast inná keppnissvæðið með skammbyssuna, en skotvopnaburður er bannaður í keppninni. Ekki varð þessi atburður til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust um kostun félags bandarískra byssueigenda á þessari keppni, heldur hefur hún að vonum margfaldast. Vart verður kaldhæðnin meiri en að áhorfandi skjóti sjálfan sig í aksturskeppni sem er kostuð af félagi byssueigenda. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent
Keppnin var kostuð af félagi bandarískra byssueigenda. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Texas Motor Speedway aksturskeppninni um helgina að áhorfandi svipti sig lífi með skammbyssu undir lok keppninnar. Hafði hann lent í deilum við aðra áhorfendur á keppninni skömmu áður, dró upp eigin skammbyssu og lét skot ríða af í eigið höfuð. Ekki er ljóst hvernig honum tókst að komast inná keppnissvæðið með skammbyssuna, en skotvopnaburður er bannaður í keppninni. Ekki varð þessi atburður til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust um kostun félags bandarískra byssueigenda á þessari keppni, heldur hefur hún að vonum margfaldast. Vart verður kaldhæðnin meiri en að áhorfandi skjóti sjálfan sig í aksturskeppni sem er kostuð af félagi byssueigenda.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent