Áhorfandi framdi sjálfsmorð í aksturskeppni Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 15:47 Auglýsingaskilti félags bandarískra byssueigenda, NRA, blasir hér við á brautinni Keppnin var kostuð af félagi bandarískra byssueigenda. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Texas Motor Speedway aksturskeppninni um helgina að áhorfandi svipti sig lífi með skammbyssu undir lok keppninnar. Hafði hann lent í deilum við aðra áhorfendur á keppninni skömmu áður, dró upp eigin skammbyssu og lét skot ríða af í eigið höfuð. Ekki er ljóst hvernig honum tókst að komast inná keppnissvæðið með skammbyssuna, en skotvopnaburður er bannaður í keppninni. Ekki varð þessi atburður til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust um kostun félags bandarískra byssueigenda á þessari keppni, heldur hefur hún að vonum margfaldast. Vart verður kaldhæðnin meiri en að áhorfandi skjóti sjálfan sig í aksturskeppni sem er kostuð af félagi byssueigenda. Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent
Keppnin var kostuð af félagi bandarískra byssueigenda. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Texas Motor Speedway aksturskeppninni um helgina að áhorfandi svipti sig lífi með skammbyssu undir lok keppninnar. Hafði hann lent í deilum við aðra áhorfendur á keppninni skömmu áður, dró upp eigin skammbyssu og lét skot ríða af í eigið höfuð. Ekki er ljóst hvernig honum tókst að komast inná keppnissvæðið með skammbyssuna, en skotvopnaburður er bannaður í keppninni. Ekki varð þessi atburður til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust um kostun félags bandarískra byssueigenda á þessari keppni, heldur hefur hún að vonum margfaldast. Vart verður kaldhæðnin meiri en að áhorfandi skjóti sjálfan sig í aksturskeppni sem er kostuð af félagi byssueigenda.
Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent