Horner hafnar samsæriskenningum Birgir Þór Harðarson skrifar 15. apríl 2013 17:30 Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hafnar samsæriskenningum um að liðið hafi viljandi spillt kappakstrinum fyrir Mark Webber í Kína. Webber þurfti að sætta sig við að ræsa af viðgerðarsvæðinu í kappakstrinum eftir að dómarar mótsins gátu ekki tekið nægilega stórt sýni af eldsneytinu um borð í bílnum. Hann þurfti svo að hætta keppni þegar hægra afturhjólið skoppaði undan Red Bull-bílnum. Dekkið hafði ekki verið fest nógu vel í viðgerðarhléi. Kappaksturinn í Kína um helgina var sá fyrsti eftir kappaksturinn í Malasíu þar sem Sebastian Vettel hundsaði liðskipanir og tók fram úr Webber, með þeim afleiðingum að allt sprakk í loft upp innan liðsins og á milli liðsfélaganna. „Hver sá sem heldur að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn öðrum hvorum bílstjórunum veit ekki hvað hann er að segja. Það er ekkert samsæri,“ sagði Horner, pirraður á öllu veseninu sem málið í Malasíu hefur skapað liðinu. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein um næstu helgi fyrir að hafa skapað hættu í brautinni þegar dekkið skoppaði undan. Þá var Red Bull-liðið sektað um 5.000 evrur, jafngildi 770.000 íslenskra króna, fyrir hættuna sem skapaðist. Á myndbandinu má sjá Webber svara spurningum blaðamanna fyrir helgi. Þar fær hann spurningu um Helmut Marko, mótorsportstjóra Red Bull, sem hefur ekki talað vel um Webber í fjölmiðlum. Webber bregst smekklega við. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hafnar samsæriskenningum um að liðið hafi viljandi spillt kappakstrinum fyrir Mark Webber í Kína. Webber þurfti að sætta sig við að ræsa af viðgerðarsvæðinu í kappakstrinum eftir að dómarar mótsins gátu ekki tekið nægilega stórt sýni af eldsneytinu um borð í bílnum. Hann þurfti svo að hætta keppni þegar hægra afturhjólið skoppaði undan Red Bull-bílnum. Dekkið hafði ekki verið fest nógu vel í viðgerðarhléi. Kappaksturinn í Kína um helgina var sá fyrsti eftir kappaksturinn í Malasíu þar sem Sebastian Vettel hundsaði liðskipanir og tók fram úr Webber, með þeim afleiðingum að allt sprakk í loft upp innan liðsins og á milli liðsfélaganna. „Hver sá sem heldur að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn öðrum hvorum bílstjórunum veit ekki hvað hann er að segja. Það er ekkert samsæri,“ sagði Horner, pirraður á öllu veseninu sem málið í Malasíu hefur skapað liðinu. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein um næstu helgi fyrir að hafa skapað hættu í brautinni þegar dekkið skoppaði undan. Þá var Red Bull-liðið sektað um 5.000 evrur, jafngildi 770.000 íslenskra króna, fyrir hættuna sem skapaðist. Á myndbandinu má sjá Webber svara spurningum blaðamanna fyrir helgi. Þar fær hann spurningu um Helmut Marko, mótorsportstjóra Red Bull, sem hefur ekki talað vel um Webber í fjölmiðlum. Webber bregst smekklega við.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira