GM hefur 4% forskot á Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2013 08:45 Chevrolet SS mun seint verða stór hluti sölu GM, en hjálpar þó til GM seldi 2,36 á móti 2,27 milljón bílum Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi. Mikil sölukeppni ríkir nú á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen og hins bandaríska General Motors, en Toyota trónir þó enn á toppnum. Volkswagen hefur þá yfirlýstu stefnu að verða söluhæsta bílafyrirtækið árið 2018, en gæti hæglega orðið það fyrr. GM hefur örlitla forystu á Volkswagen í öðru sætinu það sem af er liðið ári og skeikar þar 90.000 bílum. Á fyrsta ársfjórðungi jókst sala Volkswagen um 5,1% og taldi 2,27 milljón bíla. GM var með 3,6% vöxt og seldi rétt innan við 2,36 milljón bíla og því munar ekki nema um fjórum prósentum á sölu þeirra. Þrátt fyrir vöxt í sölu Volkswagen á heimsvísu minnkaði hún um 5,9% í Evrópu, en óx á móti um 15% í Bandaríkjunum og 21% í Kína. GM seldi 9,3% fleiri bíla í heimalandinu en í fyrra og 9,6% meira í Kína á fyrsta ársfjórðungnum. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent
GM seldi 2,36 á móti 2,27 milljón bílum Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi. Mikil sölukeppni ríkir nú á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen og hins bandaríska General Motors, en Toyota trónir þó enn á toppnum. Volkswagen hefur þá yfirlýstu stefnu að verða söluhæsta bílafyrirtækið árið 2018, en gæti hæglega orðið það fyrr. GM hefur örlitla forystu á Volkswagen í öðru sætinu það sem af er liðið ári og skeikar þar 90.000 bílum. Á fyrsta ársfjórðungi jókst sala Volkswagen um 5,1% og taldi 2,27 milljón bíla. GM var með 3,6% vöxt og seldi rétt innan við 2,36 milljón bíla og því munar ekki nema um fjórum prósentum á sölu þeirra. Þrátt fyrir vöxt í sölu Volkswagen á heimsvísu minnkaði hún um 5,9% í Evrópu, en óx á móti um 15% í Bandaríkjunum og 21% í Kína. GM seldi 9,3% fleiri bíla í heimalandinu en í fyrra og 9,6% meira í Kína á fyrsta ársfjórðungnum.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent