Suzuki hefur selt 50 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2013 11:30 Suzuki hefur mjög háa markaðshlutdeild í Indlandi. Þau tímamót urða hjá Suzuki í síðastliðnum mánuði að fyrirtækið seldi 50 milljónasta bílinn frá upphafi. Meirihluti þeirra hefur selst utan heimalandsins Japan, eða 28 milljón bílar en 22 milljónir heimafyrir. Þannig hafa 44% þeirra selst í Japan, 23% í Indlandi, 11% í Evrópu, 6% í Kína, 3% í Bandaríkjunum og Kanada og restin annarsstaðar. Suzuki bílaframleiðandinn er þekktastur fyrir smáa bíla og er það enn. Af núverandi framleiðslu má nefna smáu bílana Alto, Splash og Swift og litla jeppann Jimny. Suzuki SX4 er víða minnsti fjórhjóladrifni jepplingur sem fæst. Framleiðsla Suzuki nú fer fram á 12 stöðum í 11 löndum og eru bílar Suzuki seldir í 179 löndum. Markaðshlutdeild Suzuki er mjög eftirtektarverð, en þar er Suzuki meðal stærstu bílaframleiðenda. Suzuki náði 10 milljón bíla markinu árið 1989, 20 milljón 1998, 30 milljón árið 2004, 40 milljón 2009 og 50 milljón nú í mars. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent
Suzuki hefur mjög háa markaðshlutdeild í Indlandi. Þau tímamót urða hjá Suzuki í síðastliðnum mánuði að fyrirtækið seldi 50 milljónasta bílinn frá upphafi. Meirihluti þeirra hefur selst utan heimalandsins Japan, eða 28 milljón bílar en 22 milljónir heimafyrir. Þannig hafa 44% þeirra selst í Japan, 23% í Indlandi, 11% í Evrópu, 6% í Kína, 3% í Bandaríkjunum og Kanada og restin annarsstaðar. Suzuki bílaframleiðandinn er þekktastur fyrir smáa bíla og er það enn. Af núverandi framleiðslu má nefna smáu bílana Alto, Splash og Swift og litla jeppann Jimny. Suzuki SX4 er víða minnsti fjórhjóladrifni jepplingur sem fæst. Framleiðsla Suzuki nú fer fram á 12 stöðum í 11 löndum og eru bílar Suzuki seldir í 179 löndum. Markaðshlutdeild Suzuki er mjög eftirtektarverð, en þar er Suzuki meðal stærstu bílaframleiðenda. Suzuki náði 10 milljón bíla markinu árið 1989, 20 milljón 1998, 30 milljón árið 2004, 40 milljón 2009 og 50 milljón nú í mars.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent