Kovalainen reynsluekur fyrir Caterham Birgir Þór Harðarson skrifar 17. apríl 2013 16:30 Kovalainen fær að vera með um næstu helgi. Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur verið endurráðinn til Caterham-liðsins sem tilraunaökuþór. Mun hann aka á föstudagsæfingum fyrir liðið í Barein síðar í vikunni. Kovalainen missti sæti sitt til Giedo van der Garde og Charles Pic sem keppa nú fyrir liðið. Buðu styrktaraðilar þeirra liðinu meiri peninga en finnsku bakhjarlar Kovalainen. Finninn ók áður fyrir McLaren og Renault áður en hann gekk til liðs við Caterham árið 2010. Liðið hét þá Lotus. Hann er að vonum ánægður með að fá tækifærið aftur en margir höfðu útilokað hann úr Formúlu 1. Kovalainen hefur hins vegar alltaf verið fljótur í bílnum. „Þetta eru auðvitað góðar fréttir, að fá að keyra í Barein og Barcelona. Ég hlakka til að geta farið aftur að vinna og hjálpa liðinu eins mikið og ég get,“ sagði hann. Caterham-liðinu hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í fyrstu mótum ársins og hafa verið í vandræðum með að skáka keppinautum sínum í Marussia á brautinni. Liðið er sem stendur í neðsta sæti í heimsmeistarakeppni bílasmiða því Jules Bianchi, ökuþór Marussia, hefur náð besta árangri liðanna í ár (13. sæti í Malasíu). Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur verið endurráðinn til Caterham-liðsins sem tilraunaökuþór. Mun hann aka á föstudagsæfingum fyrir liðið í Barein síðar í vikunni. Kovalainen missti sæti sitt til Giedo van der Garde og Charles Pic sem keppa nú fyrir liðið. Buðu styrktaraðilar þeirra liðinu meiri peninga en finnsku bakhjarlar Kovalainen. Finninn ók áður fyrir McLaren og Renault áður en hann gekk til liðs við Caterham árið 2010. Liðið hét þá Lotus. Hann er að vonum ánægður með að fá tækifærið aftur en margir höfðu útilokað hann úr Formúlu 1. Kovalainen hefur hins vegar alltaf verið fljótur í bílnum. „Þetta eru auðvitað góðar fréttir, að fá að keyra í Barein og Barcelona. Ég hlakka til að geta farið aftur að vinna og hjálpa liðinu eins mikið og ég get,“ sagði hann. Caterham-liðinu hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í fyrstu mótum ársins og hafa verið í vandræðum með að skáka keppinautum sínum í Marussia á brautinni. Liðið er sem stendur í neðsta sæti í heimsmeistarakeppni bílasmiða því Jules Bianchi, ökuþór Marussia, hefur náð besta árangri liðanna í ár (13. sæti í Malasíu).
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira