Verður kappakstrinum aflýst í þetta sinn? Birgir Þór Harðarson skrifar 17. apríl 2013 22:45 Bernie Ecclestone er ekkert afskaplega vinsæll í Barein. Formúla 1 snýr aftur til Barein í skugga mótmæla þar sem staðið hafa í tæp tvö ár. Eins og í fyrra hafa mótmælin gegn konungsstjórninni á eyjunni í Persaflóa breyst í mótmæli gegn Formúlu 1. Í morgun notaði öryggislögreglan táragas á mótmælendur sem safnast hafði við grunnskóla í Manama, höfuðborg landsins. Fólkið vill að kappakstrinum verði aflýst enda gefi hann skakka mynd af ástandinu í landinu og dregur athyglina frá málstaðnum. Fyrir ári síðan var uppi sama staða og varð mikil óvissa um hvort kappaksturinn þar færi fram. Keppnisliðin hótuðu að mæta ekki til leiks en voru á endanum skikkuð til þess af rétthöfum mótsins, með öðrum orðum Bernie Ecclestone. Þá þóttist ríkisstjórn Bretlands vilja hafa eitthvað með málið að segja en bentu breskum ferðalöngum á endanum á að þeir væru á eigin vegum í Barein. Átökin hafa orðið meiri í aðdraganda Formúlu 1-kappakstursins en stærstu og virtustu mótorsportfréttaveitur í heimi hafa enn ekki viðurkennt að það gæti orðið vandamál þegar að keppninni kemur. Keppnisliðin segjast sjálf ekki hafa neinar áhyggjur. Lentu í sprengingu í fyrra"Við elskum F1, en við elskum frelsið meira"Liðsmenn Force India-liðsins lentu í sprengingu í fyrra þegar þeir óku frá brautinni og upp á hótel seint á föstudagskvöldi. Þeir voru skelkaðir en liðið ákvað að keppa eins og ekkert hafði í skorist. Bob Fenley, aðstoðarliðsstjóri, segist ekki búast við neinum ofboðslegum vandræðum í Barein en gerir þó ráð fyrir smávægilegum atvikum. „Það hljóta að verða einhver tilvik, en það sem við lentum í í fyrra var aðeins tilviljun sem gert var að allt of stóru máli,“ sagði Fenley við Autosport. Monisha Kaltenborn, liðstjóri Sauber-liðsins, hefur heldur engar áhyggjur. Liðsmenn Sauber mættu mótmælendum með grímur seint á fimmtudagskvöldi í fyrra, án þess þó að til átaka kæmi. „Afstaða okkar er sú sama og hún var í fyrra: Þetta er vandamál FIA, sem sér um regluverkið, og rétthafanna,“ sagði Kaltenborn en í fyrra var það endanlega í verkahring Alþjóða akstursíþróttasambandsins að ákveða hvort mótið færi fram eða ekki. „Það er þeirra að ákveða hvort aðstæður séu nógu góðar fyrir kappaksturinn okkar.“ Minnihlutinn stjórnarKonungsstjórnin í Barein hefur nýtt allan sinn mátt í að halda mótmælunum í skefjum undanfarin tvö ár. Í landinu búa meðlimir beggja trúarbrota islam, stærra trúarbrotið, sjítar, eru ekki hliðhollir konungsstjórninni sem gerir leikinn enn flóknari fyrir ráðamenn í Formúlu 1. Þá er erfitt fyrir Ecclestone að hafna gríðarlegum fjármunum sem stjórnvöld í Barein borga fyrir að halda kappaksturinn þar í landi. Almenningur er þó andvígur kappakstrinum. Í fyrra var óttast um öryggi áhorfenda frekar en keppnisliðanna. Ekki var talið ólíklegt að mótmælendur myndu reyna að nota kappaksturinn til að ná athygli alþjóðasamfélagsins, sem hefur gott sem litið fram hjá Brarein í öldu mótmæla sem reið yfir Mið-Austurlönd fyrir fáeinum árum. Myndbandið að ofan er síðan á laugardag en þar fer arabísk sjónvarpsstöð yfir ástandið á ensku. Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúla 1 snýr aftur til Barein í skugga mótmæla þar sem staðið hafa í tæp tvö ár. Eins og í fyrra hafa mótmælin gegn konungsstjórninni á eyjunni í Persaflóa breyst í mótmæli gegn Formúlu 1. Í morgun notaði öryggislögreglan táragas á mótmælendur sem safnast hafði við grunnskóla í Manama, höfuðborg landsins. Fólkið vill að kappakstrinum verði aflýst enda gefi hann skakka mynd af ástandinu í landinu og dregur athyglina frá málstaðnum. Fyrir ári síðan var uppi sama staða og varð mikil óvissa um hvort kappaksturinn þar færi fram. Keppnisliðin hótuðu að mæta ekki til leiks en voru á endanum skikkuð til þess af rétthöfum mótsins, með öðrum orðum Bernie Ecclestone. Þá þóttist ríkisstjórn Bretlands vilja hafa eitthvað með málið að segja en bentu breskum ferðalöngum á endanum á að þeir væru á eigin vegum í Barein. Átökin hafa orðið meiri í aðdraganda Formúlu 1-kappakstursins en stærstu og virtustu mótorsportfréttaveitur í heimi hafa enn ekki viðurkennt að það gæti orðið vandamál þegar að keppninni kemur. Keppnisliðin segjast sjálf ekki hafa neinar áhyggjur. Lentu í sprengingu í fyrra"Við elskum F1, en við elskum frelsið meira"Liðsmenn Force India-liðsins lentu í sprengingu í fyrra þegar þeir óku frá brautinni og upp á hótel seint á föstudagskvöldi. Þeir voru skelkaðir en liðið ákvað að keppa eins og ekkert hafði í skorist. Bob Fenley, aðstoðarliðsstjóri, segist ekki búast við neinum ofboðslegum vandræðum í Barein en gerir þó ráð fyrir smávægilegum atvikum. „Það hljóta að verða einhver tilvik, en það sem við lentum í í fyrra var aðeins tilviljun sem gert var að allt of stóru máli,“ sagði Fenley við Autosport. Monisha Kaltenborn, liðstjóri Sauber-liðsins, hefur heldur engar áhyggjur. Liðsmenn Sauber mættu mótmælendum með grímur seint á fimmtudagskvöldi í fyrra, án þess þó að til átaka kæmi. „Afstaða okkar er sú sama og hún var í fyrra: Þetta er vandamál FIA, sem sér um regluverkið, og rétthafanna,“ sagði Kaltenborn en í fyrra var það endanlega í verkahring Alþjóða akstursíþróttasambandsins að ákveða hvort mótið færi fram eða ekki. „Það er þeirra að ákveða hvort aðstæður séu nógu góðar fyrir kappaksturinn okkar.“ Minnihlutinn stjórnarKonungsstjórnin í Barein hefur nýtt allan sinn mátt í að halda mótmælunum í skefjum undanfarin tvö ár. Í landinu búa meðlimir beggja trúarbrota islam, stærra trúarbrotið, sjítar, eru ekki hliðhollir konungsstjórninni sem gerir leikinn enn flóknari fyrir ráðamenn í Formúlu 1. Þá er erfitt fyrir Ecclestone að hafna gríðarlegum fjármunum sem stjórnvöld í Barein borga fyrir að halda kappaksturinn þar í landi. Almenningur er þó andvígur kappakstrinum. Í fyrra var óttast um öryggi áhorfenda frekar en keppnisliðanna. Ekki var talið ólíklegt að mótmælendur myndu reyna að nota kappaksturinn til að ná athygli alþjóðasamfélagsins, sem hefur gott sem litið fram hjá Brarein í öldu mótmæla sem reið yfir Mið-Austurlönd fyrir fáeinum árum. Myndbandið að ofan er síðan á laugardag en þar fer arabísk sjónvarpsstöð yfir ástandið á ensku.
Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira