Viðskipti erlent

Olía og gull hækka í verði

Heimsmarkaðsverð á olíu og gulli hefur farið hækkandi í morgun. Verðið á tunnunni af Brent olíunni er komið rétt yfir 100 dollara og hækkar um 1% frá því síðdegis í gær. Í vikunni í heild hefur verðið á Brent olíunni lækkað um rúm 3%.

Heimsmarkaðsverð á gulli er komið í 1.414 dollara á únsuna sem er um 1,6% hækkun frá því í gærdag. Um tíma s.l. mánudag fór gullverðið undir 1.330 dollara og var þar um að ræða mesta verðhrun á gulli síðan 1983.

Aðrar hrávörur hafa einnig sótt í sig veðrið undir lok vikunnar. Þannig er tonnið af áli komið yfir 1.900 dollara á tonnið en um tíma var það komið niður í rúma 1.800 dollara í upphafi vikunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×