Volkswagen þarf 50.000 nýja starfsmenn Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2013 15:12 Nú vinna í allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns. Volkswagen hefur ekki farið leynt með markmið sitt að verða stærsti bílaframleiðandi heims, ekki seinna en árið 2018. Til þess að svo geti orðið þarf að smíða marga bíla og til þess þarf margar verksmiðjur og í þeim þarf mikið af starfsfólki að vinna. Nú þegar vinna hjá allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns og eru þá talin með öll undirmerki Volkswagen. Starfsfólki þess mun þó fjölga um 10% næstu 5 árin og fjölga um 50.000. Mest munar um áformaða mikla uppbyggingu í Kína, en þar mun framleiðsla tvöfaldast til ársins 2018. Líklega mun Volkswagen ná að slá við General Motors strax í ár hvað fjölda framleiddra bíla í Kína varðar. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent
Nú vinna í allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns. Volkswagen hefur ekki farið leynt með markmið sitt að verða stærsti bílaframleiðandi heims, ekki seinna en árið 2018. Til þess að svo geti orðið þarf að smíða marga bíla og til þess þarf margar verksmiðjur og í þeim þarf mikið af starfsfólki að vinna. Nú þegar vinna hjá allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns og eru þá talin með öll undirmerki Volkswagen. Starfsfólki þess mun þó fjölga um 10% næstu 5 árin og fjölga um 50.000. Mest munar um áformaða mikla uppbyggingu í Kína, en þar mun framleiðsla tvöfaldast til ársins 2018. Líklega mun Volkswagen ná að slá við General Motors strax í ár hvað fjölda framleiddra bíla í Kína varðar.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent