Mini selt 500.000 bíla í Bandaríkjunum 5. apríl 2013 11:15 Hátt í 70.000 Mini seljast nú á ári hverju í Bandaríkjunum Mini hefur rutt brautina fyrir sölu smárra bíla vestanhafs. Í vikunni seldi Mini, sem er í eigu BMW, bíl númer 500.000 frá því Mini hóf að selja bíla aftur í Bandaríkjunum árið 2002. Þessi ágæta sala spannar því 11 ár, en fyrsta árið seldi Mini aðeins 24.590 bíla þar. Á síðasta ári seldi Mini hinsvegar 66.123 bíla og hefur því nær þefaldað sölu sína. Bílgerðunum sem Mini býður viðskiptavinum sínum hefur líka fjölgað mjög á seinni árum. Telja þeir nú, auk hefðbundinnar Cooper gerðar hans, Clubman, Countryman, Coupe, Roadster og Paceman, auk Hardtop og blæjugerðar bílsins smáa. Segja má að góðar viðtökur Mini bílsins hafi rutt brautina fyrir aðrar gerðir smábíla sem einnig hefur verið vel tekið vestanhafs, eins og Fiat 500, Ford Fiesta og Chevrolet Aveo. Svo smáir bílar voru einfaldlega ekki til sölu í Bandaríkjunum fyrir örfáum árum. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Mini hefur rutt brautina fyrir sölu smárra bíla vestanhafs. Í vikunni seldi Mini, sem er í eigu BMW, bíl númer 500.000 frá því Mini hóf að selja bíla aftur í Bandaríkjunum árið 2002. Þessi ágæta sala spannar því 11 ár, en fyrsta árið seldi Mini aðeins 24.590 bíla þar. Á síðasta ári seldi Mini hinsvegar 66.123 bíla og hefur því nær þefaldað sölu sína. Bílgerðunum sem Mini býður viðskiptavinum sínum hefur líka fjölgað mjög á seinni árum. Telja þeir nú, auk hefðbundinnar Cooper gerðar hans, Clubman, Countryman, Coupe, Roadster og Paceman, auk Hardtop og blæjugerðar bílsins smáa. Segja má að góðar viðtökur Mini bílsins hafi rutt brautina fyrir aðrar gerðir smábíla sem einnig hefur verið vel tekið vestanhafs, eins og Fiat 500, Ford Fiesta og Chevrolet Aveo. Svo smáir bílar voru einfaldlega ekki til sölu í Bandaríkjunum fyrir örfáum árum.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent