Japanskir bílaframleiðendur enn í vanda í Kína Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2013 09:15 Sala Mazda bíla í Kína minnkaði um 21,5% á fyrsta fjórðungi ársins Sala þýskra og bandarískra bíla eykst á kostnað þeirra japönsku. Milliríkjadeila Kínverja við Japan um yfirráð yfir litlum eyjaklasa virðist alls ekki gleymd í huga bílkaupenda í Kína. Í fyrra sáu allir japönsku bílaframleiðendurnir sölu bíla sinna minnka verulega í Kína. Var þó við því búist að fljótlega í ár myndi það jafna sig, en það er greinilega bið á því. Fyrstu þrír mánuðir ársins hafa enn verið þeim erfiðir og til dæmis seldi Mazda 21,5% minna á því tímabili en á sambærilegum tíma í fyrra. Nissan tapaði 15,1% á sama tíma, Toyota 12,7% og Honda tapaði minnstri sölu, eða um 5,2%. Þetta eru ekki fallegar tölur ef haft er í huga að heildarbílasölumarkaðurinn í Kína vex um 7%. Staða japönsku framleiðendanna er samt sem áður miklu skárri en hún var í september á síðasta ári, en þá upplifðu þeir allt að 50% minnkun sölu. Hlutdeild sölu japanskra bíla í Kína féll úr 16,4% í enda síðasta árs niður í 12,5% í enda febrúar í ár. Á sama tíma hafa þýsku bílamerkin aukið hlutdeild sína frá 18,4% í 19,3%. Sala bíla GM jókst um 9,6% á fyrstu 3 mánuðum þessa árs. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent
Sala þýskra og bandarískra bíla eykst á kostnað þeirra japönsku. Milliríkjadeila Kínverja við Japan um yfirráð yfir litlum eyjaklasa virðist alls ekki gleymd í huga bílkaupenda í Kína. Í fyrra sáu allir japönsku bílaframleiðendurnir sölu bíla sinna minnka verulega í Kína. Var þó við því búist að fljótlega í ár myndi það jafna sig, en það er greinilega bið á því. Fyrstu þrír mánuðir ársins hafa enn verið þeim erfiðir og til dæmis seldi Mazda 21,5% minna á því tímabili en á sambærilegum tíma í fyrra. Nissan tapaði 15,1% á sama tíma, Toyota 12,7% og Honda tapaði minnstri sölu, eða um 5,2%. Þetta eru ekki fallegar tölur ef haft er í huga að heildarbílasölumarkaðurinn í Kína vex um 7%. Staða japönsku framleiðendanna er samt sem áður miklu skárri en hún var í september á síðasta ári, en þá upplifðu þeir allt að 50% minnkun sölu. Hlutdeild sölu japanskra bíla í Kína féll úr 16,4% í enda síðasta árs niður í 12,5% í enda febrúar í ár. Á sama tíma hafa þýsku bílamerkin aukið hlutdeild sína frá 18,4% í 19,3%. Sala bíla GM jókst um 9,6% á fyrstu 3 mánuðum þessa árs.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent