Audi selur sem aldrei fyrr Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2013 14:15 Audi Q5 er einn þeirra bíla Audi sem seljast eins og heitar lummur Seldi 7% meira en í fyrra. Salan jókst á öllum mörkuðum, meira að segja í Evrópu. Nýafstaðinn fyrstu fjórðungur ársins var Audi gjöfull og velgengni þýska framleiðandans heldur stöðugt áfram. Aldrei hefur Audi selt meira á fyrsta fjórðungi ársins og heildarsalan 369.500 bílar. Er það 7% meiri sala en í fyrra. Stærsti eini markaður Audi er í Kína og þar seldi Audi 102.810 bíla og fer sá markaður hratt stækkandi, nú um 14,2%. Sala Audi í Bandaríkjunum er ekki nema þriðjungur af Kína en vestanhafs seldi Audi 34.186 bíla og jókst hún um 15,4%. Salan í Evrópu er ekki eins og blómstrandi og víða annarsstaðar en samt náði Audi að selja örlítið meira þar en á fyrsta fjórðungi síðasta árs, eða 0,7% meira. Vöxtur í Rússlandi hélt áfram og nam nú 15,4% og telja jepplingar Q3 og Q5 um helming sölunnar þar. Sala Audi bíla í Mexíkó tók risastökk og var 48,6% meiri en í fyrra. Í S-Kóreu var 31,1% vöxtur, í Japan 17,4% og Indlandi 15,3%. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent
Seldi 7% meira en í fyrra. Salan jókst á öllum mörkuðum, meira að segja í Evrópu. Nýafstaðinn fyrstu fjórðungur ársins var Audi gjöfull og velgengni þýska framleiðandans heldur stöðugt áfram. Aldrei hefur Audi selt meira á fyrsta fjórðungi ársins og heildarsalan 369.500 bílar. Er það 7% meiri sala en í fyrra. Stærsti eini markaður Audi er í Kína og þar seldi Audi 102.810 bíla og fer sá markaður hratt stækkandi, nú um 14,2%. Sala Audi í Bandaríkjunum er ekki nema þriðjungur af Kína en vestanhafs seldi Audi 34.186 bíla og jókst hún um 15,4%. Salan í Evrópu er ekki eins og blómstrandi og víða annarsstaðar en samt náði Audi að selja örlítið meira þar en á fyrsta fjórðungi síðasta árs, eða 0,7% meira. Vöxtur í Rússlandi hélt áfram og nam nú 15,4% og telja jepplingar Q3 og Q5 um helming sölunnar þar. Sala Audi bíla í Mexíkó tók risastökk og var 48,6% meiri en í fyrra. Í S-Kóreu var 31,1% vöxtur, í Japan 17,4% og Indlandi 15,3%.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent