Skoruðu þrisvar gegn Real á 28 mínútum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 15:45 Upp úr sauð í síðari leiknum á Bernabeu. Nordicphotos/Getty Það eru líklega fáir sem hafa trú á endurkomu Galatasaray gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.Real vann sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í Madrid en liðin mætast í Istanbúl í kvöld. Galatasaray þarf að skora að minnsta kosti þrisvar og hefur til þess rúmlega níutíu mínútur. Tyrkneska liðið á þó fínar minningar frá viðureign liðanna á Ali Sami Yen leikvanginum í Istanbúl árið 2001. Þá mættust liðin einmitt í átta liða úrslitum nema fyrri leikurinn fór fram í Tyrklandi. Þáverandi Evrópumeistarar léku sér að tyrkneska liðinu í fyrri hálfleik. Ivan Helguera skallaði aukaspyrnu Luis Figo í netið á 33. mínútu og Claude Makelele skoraði sjaldséð mark á markamínútunni með skoti framhjá Brasilíumanninum Claudio Taffarel í markinu. Þegar gengið var til búningsherbergja virtust öll sund lokuð fyrir Tyrkina.Hasan Sas, Claudio Taffarel, Gheorghe Hagi, Mario Jardel og félagar.Nordicphotos/Getty„Þetta var líklega besti hálfleikur ferils míns," segir Mircea Lucescu, þáverandi stjóri Galatasaray, um síðari hálfleikinn. Rúmeninn, sem í dag stýrir Shaktar Donetsk, fór vel yfir málin með sínum mönnum í leikhléi og úr varð eftirminnilegur síðari hálfleikur. Eftir tveggja mínútna leik í síðari hálfleik braut Makelele á Hasan Sas innan vítateigs og Umit skoraði úr spyrnunni. Tyrkirnir, með arkitektinn Gheorghe Hagi í broddi fylkingar, voru komnir með blóð á tennurnar. Hasan Sas var sjálfur á ferðinni á 66. mínútu með fínu skoti eftir undirbúning Faith Akyel. Lyktin af sigri Galatasaray, því sem virtist fjarlægur draumur tuttugu mínútum fyrr, var allt í einu orðin mjög sterk.Ivan Helguera reyndist Tyrkjunum erfiður. Hann skoraði í báðum leikjunum.Nordicphotos/GettyFatih nýtti sér varnarmistök hjá Real á vinstri vængnum. Tyrkinn sendi fyrir markið á Portúgalann og farandverkamanninn Mario Jardel sem stangaði boltann í hornið. Tyrkirnir voru nær því að bæta við mörkum en Real að jafna metin og frækinn sigur Galatasaray var í höfn. Myndband af leiknum eftirminnilega og viðtöl við leikmenn og þjálfara má sjá á heimasíðu UEFA, smellið hér. Real Madrid tókst þó að hafa sigur í seinni leiknum á sínum nautsterka heimavelli með kunnuglegum lokatölum, 3-0. Leikur Galatasaray og Real Madrid er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en Meistaradeildarmörkin 45 mínútum fyrr á Stöð 2 Sport.Mörkin úr fyrri leik liðanna á Bernabeu má sjá hér.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Það eru líklega fáir sem hafa trú á endurkomu Galatasaray gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.Real vann sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í Madrid en liðin mætast í Istanbúl í kvöld. Galatasaray þarf að skora að minnsta kosti þrisvar og hefur til þess rúmlega níutíu mínútur. Tyrkneska liðið á þó fínar minningar frá viðureign liðanna á Ali Sami Yen leikvanginum í Istanbúl árið 2001. Þá mættust liðin einmitt í átta liða úrslitum nema fyrri leikurinn fór fram í Tyrklandi. Þáverandi Evrópumeistarar léku sér að tyrkneska liðinu í fyrri hálfleik. Ivan Helguera skallaði aukaspyrnu Luis Figo í netið á 33. mínútu og Claude Makelele skoraði sjaldséð mark á markamínútunni með skoti framhjá Brasilíumanninum Claudio Taffarel í markinu. Þegar gengið var til búningsherbergja virtust öll sund lokuð fyrir Tyrkina.Hasan Sas, Claudio Taffarel, Gheorghe Hagi, Mario Jardel og félagar.Nordicphotos/Getty„Þetta var líklega besti hálfleikur ferils míns," segir Mircea Lucescu, þáverandi stjóri Galatasaray, um síðari hálfleikinn. Rúmeninn, sem í dag stýrir Shaktar Donetsk, fór vel yfir málin með sínum mönnum í leikhléi og úr varð eftirminnilegur síðari hálfleikur. Eftir tveggja mínútna leik í síðari hálfleik braut Makelele á Hasan Sas innan vítateigs og Umit skoraði úr spyrnunni. Tyrkirnir, með arkitektinn Gheorghe Hagi í broddi fylkingar, voru komnir með blóð á tennurnar. Hasan Sas var sjálfur á ferðinni á 66. mínútu með fínu skoti eftir undirbúning Faith Akyel. Lyktin af sigri Galatasaray, því sem virtist fjarlægur draumur tuttugu mínútum fyrr, var allt í einu orðin mjög sterk.Ivan Helguera reyndist Tyrkjunum erfiður. Hann skoraði í báðum leikjunum.Nordicphotos/GettyFatih nýtti sér varnarmistök hjá Real á vinstri vængnum. Tyrkinn sendi fyrir markið á Portúgalann og farandverkamanninn Mario Jardel sem stangaði boltann í hornið. Tyrkirnir voru nær því að bæta við mörkum en Real að jafna metin og frækinn sigur Galatasaray var í höfn. Myndband af leiknum eftirminnilega og viðtöl við leikmenn og þjálfara má sjá á heimasíðu UEFA, smellið hér. Real Madrid tókst þó að hafa sigur í seinni leiknum á sínum nautsterka heimavelli með kunnuglegum lokatölum, 3-0. Leikur Galatasaray og Real Madrid er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en Meistaradeildarmörkin 45 mínútum fyrr á Stöð 2 Sport.Mörkin úr fyrri leik liðanna á Bernabeu má sjá hér.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira