Ford Focus söluhæsti bíll heims Finnur Thoracius skrifar 10. apríl 2013 08:45 Ford F-150 pallbíllinn var þriðji söluhæstur og Ford Fiesta sjötti. Ekki nóg með það að Ford Focus hafi selst allra bíla best í heiminum öllum í fyrra, þá á Ford 3 bíla á topp tíu listanum. Ford Focus seldist í 1.020.410 eintökum en pallbíllinn Ford F-150 seldist í 785.630 eintökum og var þriðji söluhæsti bíll heims. Ford Fiesta seldist í 723.130 eintökum og náði með því sjötta sætinu. Salan á söluhæsta bílnum, Ford Focus gekk gríðarvel í Kína og fór up um 51% á milli ára og var salan þar fjórðungur allra Focus bíla sem seldust í heiminum í fyrra. Aukningin var einnig mikil í Bandaríkjunum og fór salan upp um 40% þar. Ford F-150 pallbíllinn hefur verið söluhæsti pallbíll Bandaríkjanna samfellt í 36 ár. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent
Ford F-150 pallbíllinn var þriðji söluhæstur og Ford Fiesta sjötti. Ekki nóg með það að Ford Focus hafi selst allra bíla best í heiminum öllum í fyrra, þá á Ford 3 bíla á topp tíu listanum. Ford Focus seldist í 1.020.410 eintökum en pallbíllinn Ford F-150 seldist í 785.630 eintökum og var þriðji söluhæsti bíll heims. Ford Fiesta seldist í 723.130 eintökum og náði með því sjötta sætinu. Salan á söluhæsta bílnum, Ford Focus gekk gríðarvel í Kína og fór up um 51% á milli ára og var salan þar fjórðungur allra Focus bíla sem seldust í heiminum í fyrra. Aukningin var einnig mikil í Bandaríkjunum og fór salan upp um 40% þar. Ford F-150 pallbíllinn hefur verið söluhæsti pallbíll Bandaríkjanna samfellt í 36 ár.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent