Dortmund skoraði tvö í uppbótartíma og komst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2013 14:38 Nordicphotos/Getty Dortmund komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir hádramatískan sigur á spænska liðinu Malaga á heimavelli í kvöld. Malaga var yfir, 2-1, þegar venjulegur leiktími rann út. Dortmund þurfti því tvö mörk og það tókst innan næstu þriggja mínútuna. Marco Reus skoraði fyrst og varnarmaðurinn Felipe Santana reyndist svo hetja þýska liðsins er hann skoraði sigurmarkið með því að ýta boltanum yfir línuna af mjög stuttu færi. Fimm dómurum leiksins yfirsást á einhvern ótrúlegan hátt sú staðreynd að Santana var kolrangstæður. Síðara mark Malaga var þó einnig rangstaða og mætti segja að mistök dómarakvintettsins hafi jafnast út. Ótrúlegur viðsnúningur á leiknum því á 82. mínútu hafði Malaga komist yfir. Mikill fögnuður braust út í leikslok en gestirnir voru skiljanlega niðurbrotnir. Fyrirfram virtist Malaga eiga litla möguleika á sigri enda hafði Dortmund unnið alla heimaleiki sína í Meistaradeildinni og verið í góðu formi í þýsku úrvalsdeildinni. Malaga var einnig án tveggja sterkra varnarmanna sem voru í leikbanni. En Spánverjarnir komust svo yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar að Joaquin átti fínt skot að marki úr erfiðri stöðu rétt utan vítateigs. Þar sem fyrri leiknum lauk með jafntefli var ljóst að Dortmund þurfti þá tvö mörk til að komast áfram í undanúrslitin. Jöfnunarmarkið kom á 39. mínútu en þar var Robert Lewandowski að verki eftir glæsilegan undirbúning Marco Reus. Hann átti sendingu inn fyrir vörn gestanna með lúmskri hælsendingu og eftirleikurinn var einfaldur fyrir Pólverjann öfluga. Bæði lið fengu ágæt færi í upphafi síðari hálfleiks sókn Dortmund þyngdist eftir því sem leið á leikinn. Lewandowski skoraði mark var var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Reus og Mario Götze fengu svo dauðafæri með stuttu millibili en í bæði skiptin náði Willy, markvörður Malaga, að bjarga á undraverðan hátt. Markið lá í loftinu fyrir þá þýsku en þá komst Malaga í skyndisókn. Julio Baptista sendi boltann inn að marki og Eliseu ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Eliseu tók mikla áhættu með því að koma við boltann sem virtist hvort eð er á leiðinni í markið. Endursýningar í sjónvarpi sýndu svo að hann var rangstæður og hefði markið því átt vera dæmt ógilt. Malaga virtist vera með unna stöðu en Þjóðverjarnir gáfust ekki upp og unnu sem fyrr segir undraverðan sigur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir "Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Dortmund komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir hádramatískan sigur á spænska liðinu Malaga á heimavelli í kvöld. Malaga var yfir, 2-1, þegar venjulegur leiktími rann út. Dortmund þurfti því tvö mörk og það tókst innan næstu þriggja mínútuna. Marco Reus skoraði fyrst og varnarmaðurinn Felipe Santana reyndist svo hetja þýska liðsins er hann skoraði sigurmarkið með því að ýta boltanum yfir línuna af mjög stuttu færi. Fimm dómurum leiksins yfirsást á einhvern ótrúlegan hátt sú staðreynd að Santana var kolrangstæður. Síðara mark Malaga var þó einnig rangstaða og mætti segja að mistök dómarakvintettsins hafi jafnast út. Ótrúlegur viðsnúningur á leiknum því á 82. mínútu hafði Malaga komist yfir. Mikill fögnuður braust út í leikslok en gestirnir voru skiljanlega niðurbrotnir. Fyrirfram virtist Malaga eiga litla möguleika á sigri enda hafði Dortmund unnið alla heimaleiki sína í Meistaradeildinni og verið í góðu formi í þýsku úrvalsdeildinni. Malaga var einnig án tveggja sterkra varnarmanna sem voru í leikbanni. En Spánverjarnir komust svo yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar að Joaquin átti fínt skot að marki úr erfiðri stöðu rétt utan vítateigs. Þar sem fyrri leiknum lauk með jafntefli var ljóst að Dortmund þurfti þá tvö mörk til að komast áfram í undanúrslitin. Jöfnunarmarkið kom á 39. mínútu en þar var Robert Lewandowski að verki eftir glæsilegan undirbúning Marco Reus. Hann átti sendingu inn fyrir vörn gestanna með lúmskri hælsendingu og eftirleikurinn var einfaldur fyrir Pólverjann öfluga. Bæði lið fengu ágæt færi í upphafi síðari hálfleiks sókn Dortmund þyngdist eftir því sem leið á leikinn. Lewandowski skoraði mark var var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Reus og Mario Götze fengu svo dauðafæri með stuttu millibili en í bæði skiptin náði Willy, markvörður Malaga, að bjarga á undraverðan hátt. Markið lá í loftinu fyrir þá þýsku en þá komst Malaga í skyndisókn. Julio Baptista sendi boltann inn að marki og Eliseu ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Eliseu tók mikla áhættu með því að koma við boltann sem virtist hvort eð er á leiðinni í markið. Endursýningar í sjónvarpi sýndu svo að hann var rangstæður og hefði markið því átt vera dæmt ógilt. Malaga virtist vera með unna stöðu en Þjóðverjarnir gáfust ekki upp og unnu sem fyrr segir undraverðan sigur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir "Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
"Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00