Lítil hvít kínversk postulínsskál seld fyrir 270 milljónir 21. mars 2013 06:11 Lítil hvít kínversk postulínsskál var seld fyrir 270 milljónir króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York í vikunni. Um er að ræða þúsund ára gamla Ding skál frá tímum Song keisaraættarinnar í Kína. Hún var keypt í bílskúrssölu í New York árið 2007 á innan við 400 krónur. Fjölskyldan sem keypti hana notaði skálina sem stofustáss og hafði ekki hugmynd um raunverulegt verðmæti hennar þar til nýlega. Verðið sem fékkst fyrir skálina á uppboðinu kom forráðamönnum Sotheby´s á óvart en þeir höfðu metið hana á sjöfalt lægra verði. Það sem gerðist á uppboðinu var að fjórir menn buðu í skálina hver á móti öðrum þar til fornmunasalinn Guiseppe Eskenazi í London náði gripnum á fyrrgreindu verði. Það er aðeins vitað um eitt annað eintak af Ding skál af þessari gerð í heiminum. Sú hefur verið í eigu breska þjóðminjasafnsins undanfarin 60 ár eða svo. Í frétt á vefsíðu BBC segir að postulín frá tímum Song keisaraættarinnar sé orðin mjög eftirsótt vara í Kína. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lítil hvít kínversk postulínsskál var seld fyrir 270 milljónir króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York í vikunni. Um er að ræða þúsund ára gamla Ding skál frá tímum Song keisaraættarinnar í Kína. Hún var keypt í bílskúrssölu í New York árið 2007 á innan við 400 krónur. Fjölskyldan sem keypti hana notaði skálina sem stofustáss og hafði ekki hugmynd um raunverulegt verðmæti hennar þar til nýlega. Verðið sem fékkst fyrir skálina á uppboðinu kom forráðamönnum Sotheby´s á óvart en þeir höfðu metið hana á sjöfalt lægra verði. Það sem gerðist á uppboðinu var að fjórir menn buðu í skálina hver á móti öðrum þar til fornmunasalinn Guiseppe Eskenazi í London náði gripnum á fyrrgreindu verði. Það er aðeins vitað um eitt annað eintak af Ding skál af þessari gerð í heiminum. Sú hefur verið í eigu breska þjóðminjasafnsins undanfarin 60 ár eða svo. Í frétt á vefsíðu BBC segir að postulín frá tímum Song keisaraættarinnar sé orðin mjög eftirsótt vara í Kína.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira