Räikkönen segir sigurinn engu breyta Birgir Þór Harðarson skrifar 21. mars 2013 17:30 Kimi er rólegur fyrir kappaksturinn um helgina. Hann segist engu breyta eftir sigurinn síðustu helgi. Kimi Räikkönen segir Lotus-liðið sitt ekki ætla að breyta áætlunum sínum fyrir malasíska kappaksturinn aðeins vegna þess að hann er efstur í stigamótinu eftir sigurinn í Ástralíu. Finnanum tókst að vinna mótið í Ástralíu eftir að hafa farið betur með dekkin en keppinautar sínir. Þannig tókst honum að stoppa aðeins tvisvar til þess að sækja sér ný dekk og hafði yfirhöndina á brautinni fyrir vikið. Lotus-liðið telur Sepang-brautina í Malasíu jafnvel henta keppnisbíl sínum betur en brautin í Melbourne. Einnig hefur bíllinn verið uppfærður, pústið hefur verið tekið í gegn og yfirbyggingin. Lotus telur sig því vera sigurstranlega í næstu keppni. Þegar blaðamaður Autosport spurði hann hvernig væri að vera sá sem allir þyrftu að skáka í Malasíu sagði Räikkönen sig ekki vera eiginlegt skotmark. „Við ætlum ekki að gera neitt öðruvísi þessa helgina heldur en við höfum gert síðastliðið ár." Ísmaðurinn segir það ekki breyta neinu hvort hann sé fremstur eða aftastur, keppnin fari alltaf fram og maður þurfi alltaf að klára. „Það skiptir því engu hvort við erum fremstir um þessa helgi eða einhverja aðra." „Við munum gera okkar besta og vonandi krækjum við í stig," sagði Kimi. Spurður um aðstæðurnar í Malasíu sagði hann: „Ég hef ekki gaman af hitanum og rakanum hér en brautin er fín. Við vitum samt hvernig þetta er hér í Malasíu og yfirleitt náum við góðum úrslitum." Formúla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Kimi Räikkönen segir Lotus-liðið sitt ekki ætla að breyta áætlunum sínum fyrir malasíska kappaksturinn aðeins vegna þess að hann er efstur í stigamótinu eftir sigurinn í Ástralíu. Finnanum tókst að vinna mótið í Ástralíu eftir að hafa farið betur með dekkin en keppinautar sínir. Þannig tókst honum að stoppa aðeins tvisvar til þess að sækja sér ný dekk og hafði yfirhöndina á brautinni fyrir vikið. Lotus-liðið telur Sepang-brautina í Malasíu jafnvel henta keppnisbíl sínum betur en brautin í Melbourne. Einnig hefur bíllinn verið uppfærður, pústið hefur verið tekið í gegn og yfirbyggingin. Lotus telur sig því vera sigurstranlega í næstu keppni. Þegar blaðamaður Autosport spurði hann hvernig væri að vera sá sem allir þyrftu að skáka í Malasíu sagði Räikkönen sig ekki vera eiginlegt skotmark. „Við ætlum ekki að gera neitt öðruvísi þessa helgina heldur en við höfum gert síðastliðið ár." Ísmaðurinn segir það ekki breyta neinu hvort hann sé fremstur eða aftastur, keppnin fari alltaf fram og maður þurfi alltaf að klára. „Það skiptir því engu hvort við erum fremstir um þessa helgi eða einhverja aðra." „Við munum gera okkar besta og vonandi krækjum við í stig," sagði Kimi. Spurður um aðstæðurnar í Malasíu sagði hann: „Ég hef ekki gaman af hitanum og rakanum hér en brautin er fín. Við vitum samt hvernig þetta er hér í Malasíu og yfirleitt náum við góðum úrslitum."
Formúla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira