Vettel segir Red Bull búið að leysa vandann Birgir Þór Harðarson skrifar 21. mars 2013 14:15 Vettel umkringdur blaða og fréttamönnum í Malasíu í dag. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir dekkjavandræði Red Bull-liðsins ekki verða þeim að falli í Malasíu eins og í Ástralíu. RB9-bíllinn muni fara betur með dekkin um helgina. Þeir Vettel og Mark Webber voru lang fljótastir fyrir Red Bull-liðið á æfingum fyrir ástralska kappaksturinn um síðustu helgi og náðu bestu tímum í tímatökunni. Í kappakstrinum náðu þeir hins vegar ekki að halda lífi í dekkjunum nógu lengi svo þeir féllu í þriðja og sjötta sæti. Vettel segist ekki hafa talið sigurinn vísan eftir mikinn hraða á æfingum og í tímatökum en að dekkjavandræðin hafi komið á óvart í keppninni. „Maður fer ekki í keppni með það í huga að hún sé unnin. Þetta er ekki svo einfalt." „Við eygðum möguleika á sigri en vandræðin í keppninni komu aftan að okkur," sagði Vettel í Malasíu í dag. „Venjulega er ekki hægt að breyta uppsetningu bílsins fyrir keppni á sunndag svo við höfum í mörg horn að líta á föstudegi og laugardegi. Við lærðum helling í Ástralíu en það eru enn hlutir sem við skiljum ekki alveg. Það hafa auðvitað aðeins liðið örfáir dagar." Heimsmeistarinn segir að það sé mjög lítið sem ökumenn geta gert til að takmarka slit dekkjanna í keppninni. Það ráði uppsetning bílsins og aðrar ytri aðstæður. Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir dekkjavandræði Red Bull-liðsins ekki verða þeim að falli í Malasíu eins og í Ástralíu. RB9-bíllinn muni fara betur með dekkin um helgina. Þeir Vettel og Mark Webber voru lang fljótastir fyrir Red Bull-liðið á æfingum fyrir ástralska kappaksturinn um síðustu helgi og náðu bestu tímum í tímatökunni. Í kappakstrinum náðu þeir hins vegar ekki að halda lífi í dekkjunum nógu lengi svo þeir féllu í þriðja og sjötta sæti. Vettel segist ekki hafa talið sigurinn vísan eftir mikinn hraða á æfingum og í tímatökum en að dekkjavandræðin hafi komið á óvart í keppninni. „Maður fer ekki í keppni með það í huga að hún sé unnin. Þetta er ekki svo einfalt." „Við eygðum möguleika á sigri en vandræðin í keppninni komu aftan að okkur," sagði Vettel í Malasíu í dag. „Venjulega er ekki hægt að breyta uppsetningu bílsins fyrir keppni á sunndag svo við höfum í mörg horn að líta á föstudegi og laugardegi. Við lærðum helling í Ástralíu en það eru enn hlutir sem við skiljum ekki alveg. Það hafa auðvitað aðeins liðið örfáir dagar." Heimsmeistarinn segir að það sé mjög lítið sem ökumenn geta gert til að takmarka slit dekkjanna í keppninni. Það ráði uppsetning bílsins og aðrar ytri aðstæður.
Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira