Viðskipti erlent

SAS hættir með viðskiptafarrými

Jón Hákon Halldórsson skrifar
SAS hættir með viðskiptafarrými.
SAS hættir með viðskiptafarrými. Mynd/ AFP
Flugfélagið SAS er komið í beina samkeppni við lágfargjaldaflugfélögin og ætla að leggja niður viðskiptafarrými. Á viðskiptavefnum epn.dk segir að farrýmum verði fækkað úr þremur í tvö, en eftir standa svokölluð Go og Go plús farrými sem eru ódýrari en viðskiptafarrýmið. Rekstur SAS hefur gengið mjög erfiðlega að undanförnu og hefur félagið ráðist í miklar uppsagnir og annan niðurskurð til að bjarga rekstrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×