Vettel langfljótastur í tímatökum í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 23. mars 2013 09:15 Vettel á fullri ferð. Sebastian Vettel ók hraðast allra umhverfis Sepang-brautina í Malasíu í morgun þegar tímatökur fóru fram fyrir kappaksturinn þar í landi. Red Bull-lið Vettels var í vandræðum í fystu tveimur lotum tímatökunnar áður en það fór að rigna og síðasta lotan var ekin í bleytu. Vettel var næst síðastur upp úr fyrstu lotu tímatökunnar og rétt slapp við að fá ekki að fara áfram. Mark Webber var í svipuðum vandræðum þó hann hafi verið örlítið fljótari. Felipe Massa á Ferrari ræsir annar í kappakstrinum og Fernando Alonso þriðji. Þá setti Lewis Hamilton á Mercedes-bíl fjórða besta tíma og Webber fimmta besta. Rigningin kom liðunum örlítið á óvart undir lok annarar lotu tímatökunnar. Paul di Resta þurfti til dæmis að berjast fyrir lífi sínu á brautinni á meðan hún var að verða blautari og blautari. Hann komst ekki upp úr annari lotu. Það gerði liðsfélagi hans hjá Force India, Adrian Sutil, en hann réð ekki við stóru strákana í síðustu lotu og ræsir níundi Kimi Raikkönen verður sjöundi á ráslínunni á undan McLaren bílunum og Sutil. Jenson Button verður áttundi og Sergio Perez tíundi. Búist er við rigningu í Malasíu á morgun þegar kappaksturinn fer fram svo búast má við fjörugum kappakstri og óvæntum úrslitum. Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel ók hraðast allra umhverfis Sepang-brautina í Malasíu í morgun þegar tímatökur fóru fram fyrir kappaksturinn þar í landi. Red Bull-lið Vettels var í vandræðum í fystu tveimur lotum tímatökunnar áður en það fór að rigna og síðasta lotan var ekin í bleytu. Vettel var næst síðastur upp úr fyrstu lotu tímatökunnar og rétt slapp við að fá ekki að fara áfram. Mark Webber var í svipuðum vandræðum þó hann hafi verið örlítið fljótari. Felipe Massa á Ferrari ræsir annar í kappakstrinum og Fernando Alonso þriðji. Þá setti Lewis Hamilton á Mercedes-bíl fjórða besta tíma og Webber fimmta besta. Rigningin kom liðunum örlítið á óvart undir lok annarar lotu tímatökunnar. Paul di Resta þurfti til dæmis að berjast fyrir lífi sínu á brautinni á meðan hún var að verða blautari og blautari. Hann komst ekki upp úr annari lotu. Það gerði liðsfélagi hans hjá Force India, Adrian Sutil, en hann réð ekki við stóru strákana í síðustu lotu og ræsir níundi Kimi Raikkönen verður sjöundi á ráslínunni á undan McLaren bílunum og Sutil. Jenson Button verður áttundi og Sergio Perez tíundi. Búist er við rigningu í Malasíu á morgun þegar kappaksturinn fer fram svo búast má við fjörugum kappakstri og óvæntum úrslitum.
Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira