Viðskipti erlent

Vinna baki brotnu við að undirbúa gjaldeyrishöft á Kýpur

Stjórnvöld á Kýpur vinna nú baki brotnu við að undirbúa opnun bankanna á eyjunni á morgun.

Vinnan felst einkum í að ákveða með hvaða hætti gjaldeyrishöft verða framkvæmd, það er hámarkið á þeim upphæðum sem hægt verður að taka út úr bönkunum og hámarkið á þeim upphæðum sem flytja má frá eyjunni í gegnum rafrænar færslur.

Michael Sarris fjármálaráðherra Kýpur segir í samtali við Reuters að gætt verði sanngirni við uppsetninguna á þessum gjaldeyrishöftum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×