Briatore: Webber og Vettel verða að skilja Birgir Þór Harðarson skrifar 27. mars 2013 15:15 Flavio Briatore veit hvað hann singur. Hér er hann með eiginkonu sinni Elisabetta Gregoraci í brúðkaupi Petru Ecclestone, dóttur Bernie Ecclestone, í einhverjum kastala í Evrópu. Briatore var eitt sinn með Naomi Campbell. nordicphotos/afp Samband liðsfélaganna hjá Red Bull er orðið svo vont að það getur ekki haldið áfram árið 2014, segir Flavio Briatore, fyrrverandi liðstjóri Renault og Benetton í Formúlu 1. Briatore hefur verið umboðsmaður Mark Webber síðan 2001. Samningur Webbers við Red Bull rennur út í lok ársins en Sebastian Vettel á samning út árið 2014. Briatore var liðstjóri Benetton þegar Michael Schumacher vann sína fyrstu heimsmeistaratitla í Formúlu 1 árið 1994 og 1995 með liðinu. Hann var síðan bannaður frá Formúlu 1 árið 2009 eftir að hafa skipað Nelson Piquet, ökumanni Renault, að klessukeyra bílinn í Singapúr 2008 svo hinn liðsmaður Renault, Fernando Alonso, gæti unnið. Briatore segir ákvörðun Vettel í kappakstrinum um síðustu helgi hafa verið síðasta naglann í kistuna fyrir samstarf þeirra félaga. Sambandið hafi þegar verið orðið formlegt og stirt. „Það er ekkert samband lengur," sagði Briatore við RAI-útvarpið. „Nú segist Vettel vilja hjálpa Mark en mark vill enga hjálp. Hann hefði átt að vinna mótið og það er mögulegt að Vetel muni vinna öll mótin sem eftir eru." Briatore segir horfurnar ekki góðar. „Ég held að svona samband verði ekki lagfært. Þeir eru atvinnumenn og munu vinna mót og svoleiðis, en það er óhugsandi að Mark hjálpi Vettel í framtíðinni og ég efast um að Vettel muni hjálpa Mark." „Svo, nú eru tveir óvinir í einu liði sem gerir leikinn örugglega auðveldari fyrir Ferrari," sagði Briatore að lokum.Vettle býður sáttahönd sem Webber hefur hafnað. Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Samband liðsfélaganna hjá Red Bull er orðið svo vont að það getur ekki haldið áfram árið 2014, segir Flavio Briatore, fyrrverandi liðstjóri Renault og Benetton í Formúlu 1. Briatore hefur verið umboðsmaður Mark Webber síðan 2001. Samningur Webbers við Red Bull rennur út í lok ársins en Sebastian Vettel á samning út árið 2014. Briatore var liðstjóri Benetton þegar Michael Schumacher vann sína fyrstu heimsmeistaratitla í Formúlu 1 árið 1994 og 1995 með liðinu. Hann var síðan bannaður frá Formúlu 1 árið 2009 eftir að hafa skipað Nelson Piquet, ökumanni Renault, að klessukeyra bílinn í Singapúr 2008 svo hinn liðsmaður Renault, Fernando Alonso, gæti unnið. Briatore segir ákvörðun Vettel í kappakstrinum um síðustu helgi hafa verið síðasta naglann í kistuna fyrir samstarf þeirra félaga. Sambandið hafi þegar verið orðið formlegt og stirt. „Það er ekkert samband lengur," sagði Briatore við RAI-útvarpið. „Nú segist Vettel vilja hjálpa Mark en mark vill enga hjálp. Hann hefði átt að vinna mótið og það er mögulegt að Vetel muni vinna öll mótin sem eftir eru." Briatore segir horfurnar ekki góðar. „Ég held að svona samband verði ekki lagfært. Þeir eru atvinnumenn og munu vinna mót og svoleiðis, en það er óhugsandi að Mark hjálpi Vettel í framtíðinni og ég efast um að Vettel muni hjálpa Mark." „Svo, nú eru tveir óvinir í einu liði sem gerir leikinn örugglega auðveldari fyrir Ferrari," sagði Briatore að lokum.Vettle býður sáttahönd sem Webber hefur hafnað.
Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira