Endurheimtu fyrsta bílinn Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2013 09:49 Sonur aldraðra hjóna færði þeim hann aftur í 60 ára brúðkaupsafmælisgjöf. Það muna líklega allir eftir fyrsta bílnum sem þeir eignuðust og böndin sem við hann mynduðust. Það var einmitt raunin með Joe og Beverly Smith frá Bandaríkjunum, en þeirra fyrsti bíll var 1948 árgerð af Plymouth blæjubíl sem þeim þótti afar kært um. Hann var í eigu þeirra er þau giftust en urðu að láta frá sér bílinn þegar Joe var sendur sem hermaður í Kóreustríðið. Það má vel ímynda sér fögnuð þeirra hjóna er sonur þeirra færði þeim aftur samskonar bíl á 60 ára brúðkaupsafmæli hjónanna. Það var þó enginn hægðarleikur að finna slíkan bíl en hann fannst engu að síður hjá 81 árs gömlum manni í Indiana sem var aðeins annar eigandi af bílnum. Sonurinn keypti bílinn og kom honum í fullkomið ástand áður en hann gaf foreldrum sínum hann. Í myndskeiðinu hér að ofan, sem hæglega snertir viðkvæmustu taugar, sést þegar gömlu hjónin endurheimta draumabílinn. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Sonur aldraðra hjóna færði þeim hann aftur í 60 ára brúðkaupsafmælisgjöf. Það muna líklega allir eftir fyrsta bílnum sem þeir eignuðust og böndin sem við hann mynduðust. Það var einmitt raunin með Joe og Beverly Smith frá Bandaríkjunum, en þeirra fyrsti bíll var 1948 árgerð af Plymouth blæjubíl sem þeim þótti afar kært um. Hann var í eigu þeirra er þau giftust en urðu að láta frá sér bílinn þegar Joe var sendur sem hermaður í Kóreustríðið. Það má vel ímynda sér fögnuð þeirra hjóna er sonur þeirra færði þeim aftur samskonar bíl á 60 ára brúðkaupsafmæli hjónanna. Það var þó enginn hægðarleikur að finna slíkan bíl en hann fannst engu að síður hjá 81 árs gömlum manni í Indiana sem var aðeins annar eigandi af bílnum. Sonurinn keypti bílinn og kom honum í fullkomið ástand áður en hann gaf foreldrum sínum hann. Í myndskeiðinu hér að ofan, sem hæglega snertir viðkvæmustu taugar, sést þegar gömlu hjónin endurheimta draumabílinn.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent