McLaren opið fyrir Honda-vélum 2015 Birgir Þór Harðarson skrifar 11. mars 2013 21:15 Martin Whitmarsh vildi ekki svara neinu um vélakosti McLaren-liðsins árið 2015. Þykir það til marks um að Honda sé fyrsta val liðsins. Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er opinn fyrir því að semja við Honda um vélar fyrir árið 2015. McLaren og Honda áttu gríðarlega farsælt samstarf á níunda og tíunda áratugnum og unnu fjölmarga heimsmeistaratitla saman. Honda hefur gefið það út að þeir hyggjast framleiða Formúlu 1-vélar á nýjan leik en japanski bílaframleiðandinn hætti í Formúlu 1 í kjölfar efnahagserfiðleika í lok árs 2008. Ross Brawn tók þrotabúið yfir og gerði Brawn GP að heimsmeisturum árið 2009. Mercedes keypti svo liðið og hefur það ekið undir merkjum þýska bílaframleiðandans síðan 2010. Á næsta ári munu taka í gildi nýjar tæknireglur í Formúlu 1 og verða vélarnar minnkaðar í V6 með forþjöppu. Honda framleiddi einmitt bestu túrbó-vélarnar þegar slíkt var leyft síðast. „Það er ekkert til að kynna í augnablikinu og ég get í raun ekki sagt neitt meira," sagði Whitmarsh. „Við erum með samning til næstu þriggja ára við Mercedes-Benz um vélar og munum nota Benz-vélar á næsta ári. Við höfum átt mjög gott samstarf með þeim." Svar Whitmarsh er talið segja meira enda var hann spurður um vélakosti McLaren-liðsins árin 2014 og 2015. Hann vék hins vegar aldrei að síðara árinu. Þrír vélaframleiðendur munu þurfa að skaffa öllum ellefu keppnisliðunum vélar á næsta ári. Það eru Ferrari, Renault og Mercedes. Árið 2015 bætist Honda við í leikinn. „Við höfum heyrt sögur af Porsche, Hyundai og Honda sem vilja koma og vera með. Þessir aðilar hljót að vera opnir fyrir samstarfi," sagði Whitmarsh.Ayrton Senna varð þrisvar sinnum heimsmeistari með McLaren Honda-liðinu árin 1988, 1990 og 1991. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er opinn fyrir því að semja við Honda um vélar fyrir árið 2015. McLaren og Honda áttu gríðarlega farsælt samstarf á níunda og tíunda áratugnum og unnu fjölmarga heimsmeistaratitla saman. Honda hefur gefið það út að þeir hyggjast framleiða Formúlu 1-vélar á nýjan leik en japanski bílaframleiðandinn hætti í Formúlu 1 í kjölfar efnahagserfiðleika í lok árs 2008. Ross Brawn tók þrotabúið yfir og gerði Brawn GP að heimsmeisturum árið 2009. Mercedes keypti svo liðið og hefur það ekið undir merkjum þýska bílaframleiðandans síðan 2010. Á næsta ári munu taka í gildi nýjar tæknireglur í Formúlu 1 og verða vélarnar minnkaðar í V6 með forþjöppu. Honda framleiddi einmitt bestu túrbó-vélarnar þegar slíkt var leyft síðast. „Það er ekkert til að kynna í augnablikinu og ég get í raun ekki sagt neitt meira," sagði Whitmarsh. „Við erum með samning til næstu þriggja ára við Mercedes-Benz um vélar og munum nota Benz-vélar á næsta ári. Við höfum átt mjög gott samstarf með þeim." Svar Whitmarsh er talið segja meira enda var hann spurður um vélakosti McLaren-liðsins árin 2014 og 2015. Hann vék hins vegar aldrei að síðara árinu. Þrír vélaframleiðendur munu þurfa að skaffa öllum ellefu keppnisliðunum vélar á næsta ári. Það eru Ferrari, Renault og Mercedes. Árið 2015 bætist Honda við í leikinn. „Við höfum heyrt sögur af Porsche, Hyundai og Honda sem vilja koma og vera með. Þessir aðilar hljót að vera opnir fyrir samstarfi," sagði Whitmarsh.Ayrton Senna varð þrisvar sinnum heimsmeistari með McLaren Honda-liðinu árin 1988, 1990 og 1991.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira