Viðskipti erlent

Dow Jones vísitalan hefur hækkað 10 daga í röð

Enn er ekkert lát á veislunni á Wall Street en hækkun á Dow Jones vísitölunni hefur ítrekað slegið fyrri met síðustu tíu daga í röð.

Í gærkvöldi hækkaði vísitalan um 0,6% og náði 14.540 stigum. Þessi hækkun byggðist á nýjum tölum sem sýna að atvinnuleysi minnkar töluvert í Bandaríkjunum nú um stundir.

Standard & Poor´s 500 vísitalan sem mælir gengi stærstu fyrirtækja í Bandaríkjunum hefur einnig hækkað verulega og í gærkvöldi náði hún sömu stöðu og hún náði í október 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×