Vettel fljótastur á æfingum í Ástralíu Birgir Þór Harðarson skrifar 15. mars 2013 10:36 Vettel var gríðarlega öflugur á æfingunum í dag. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur allra á æfingunum tveimur sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Fjögur lið virðast vera frambærileg í toppslaginn en McLaren virðist hafa verið skilið eftir. Mark Webber varð annar á seinni æfingu næturinnar en hann ekur fyrir Red Bull eins og Vettel. Nico Rosberg og Lewis Hamilton á Mercedes voru fljótir sem og Ferrari-ökumennirnir Fernando Alonso og Felipe Massa. Það eru hins vegar ekki hringtímarnir sem tæknimenn liðanna klóra sér í hausnum yfir í Ástralíu heldur dekkin. Þau virðast vera óútreiknanleg, endast skemur en dekkin gerðu í fyrra, eyðast öðruvísi og gefa minna grip. „Þetta er versta ár allra tíma til þess að reyna að átta sig á hvar maður stendur," sagði Mike Coughlan, tæknistjóri Williams-liðsins. „Þetta eru skrítnustu dekk sem við höfum séð – það er svo mikill munur á milli góðs og slæms." Formúla Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur allra á æfingunum tveimur sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Fjögur lið virðast vera frambærileg í toppslaginn en McLaren virðist hafa verið skilið eftir. Mark Webber varð annar á seinni æfingu næturinnar en hann ekur fyrir Red Bull eins og Vettel. Nico Rosberg og Lewis Hamilton á Mercedes voru fljótir sem og Ferrari-ökumennirnir Fernando Alonso og Felipe Massa. Það eru hins vegar ekki hringtímarnir sem tæknimenn liðanna klóra sér í hausnum yfir í Ástralíu heldur dekkin. Þau virðast vera óútreiknanleg, endast skemur en dekkin gerðu í fyrra, eyðast öðruvísi og gefa minna grip. „Þetta er versta ár allra tíma til þess að reyna að átta sig á hvar maður stendur," sagði Mike Coughlan, tæknistjóri Williams-liðsins. „Þetta eru skrítnustu dekk sem við höfum séð – það er svo mikill munur á milli góðs og slæms."
Formúla Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira