Raikkönen vann fyrsta mót ársins Birgir Þór Harðarson skrifar 17. mars 2013 07:46 Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri. Sjö ökuþórar skiptust á um forystuna í mótinu en óvæntasti leiðtoginn var Adrian Sutil á Force India, sem snýr aftur í ár eftir að hafa verið settur til hliðar vegna réttarhalda yfir honum í þýskalandi. Þá kóm á óvart hversu lélegt keppnisform Red Bull-manna var en þeir ræstu fremstir en Vettel náði aðeins þriðja sæti og liðsfélagi hans, Mark Webber, varð sjötti. Dekkin virðast enn vera óskiljanleg liðunum sem gerðu mörg skissur í viðgerðarhléum þegar ökumenn voru sendir út á rangri dekkjagerð. Fernando Alonso varð annar í Ferrari-bílnum á undan liðsfélaga sínum Felipe Massa. Ferrari-liðið lítur betur út nú í byrjun árs heldur en í fyrra. Alonso barðist til að mynda duglega við Vettel um miðbik keppninnar og hafði betur. Mercedes-bílarnir voru ekki eins fljótir og við var búist en Hamilton lenti í vandræðum með dekkjaslitið þegar líða tók á mótið. Nico Rosberg þurfti að hætta keppni vegna bilunar þegar hann var í þriðja sæti. Hamilton lauk mótinu í fimmta sæti. Sutil varð sjöundi í Force India á undan Paul di Resta, liðsfélaga sínum. Jenson Button á McLaren varð níundi og Romain Grosjean í síðasta stigasætinu. Næst verður keppt í Malasíu eftir viku. Þar verða allt aðrar aðstæður í boði en í Ástralíu, miklu heitara. Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri. Sjö ökuþórar skiptust á um forystuna í mótinu en óvæntasti leiðtoginn var Adrian Sutil á Force India, sem snýr aftur í ár eftir að hafa verið settur til hliðar vegna réttarhalda yfir honum í þýskalandi. Þá kóm á óvart hversu lélegt keppnisform Red Bull-manna var en þeir ræstu fremstir en Vettel náði aðeins þriðja sæti og liðsfélagi hans, Mark Webber, varð sjötti. Dekkin virðast enn vera óskiljanleg liðunum sem gerðu mörg skissur í viðgerðarhléum þegar ökumenn voru sendir út á rangri dekkjagerð. Fernando Alonso varð annar í Ferrari-bílnum á undan liðsfélaga sínum Felipe Massa. Ferrari-liðið lítur betur út nú í byrjun árs heldur en í fyrra. Alonso barðist til að mynda duglega við Vettel um miðbik keppninnar og hafði betur. Mercedes-bílarnir voru ekki eins fljótir og við var búist en Hamilton lenti í vandræðum með dekkjaslitið þegar líða tók á mótið. Nico Rosberg þurfti að hætta keppni vegna bilunar þegar hann var í þriðja sæti. Hamilton lauk mótinu í fimmta sæti. Sutil varð sjöundi í Force India á undan Paul di Resta, liðsfélaga sínum. Jenson Button á McLaren varð níundi og Romain Grosjean í síðasta stigasætinu. Næst verður keppt í Malasíu eftir viku. Þar verða allt aðrar aðstæður í boði en í Ástralíu, miklu heitara.
Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira