Raikkönen vann fyrsta mót ársins Birgir Þór Harðarson skrifar 17. mars 2013 07:46 Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri. Sjö ökuþórar skiptust á um forystuna í mótinu en óvæntasti leiðtoginn var Adrian Sutil á Force India, sem snýr aftur í ár eftir að hafa verið settur til hliðar vegna réttarhalda yfir honum í þýskalandi. Þá kóm á óvart hversu lélegt keppnisform Red Bull-manna var en þeir ræstu fremstir en Vettel náði aðeins þriðja sæti og liðsfélagi hans, Mark Webber, varð sjötti. Dekkin virðast enn vera óskiljanleg liðunum sem gerðu mörg skissur í viðgerðarhléum þegar ökumenn voru sendir út á rangri dekkjagerð. Fernando Alonso varð annar í Ferrari-bílnum á undan liðsfélaga sínum Felipe Massa. Ferrari-liðið lítur betur út nú í byrjun árs heldur en í fyrra. Alonso barðist til að mynda duglega við Vettel um miðbik keppninnar og hafði betur. Mercedes-bílarnir voru ekki eins fljótir og við var búist en Hamilton lenti í vandræðum með dekkjaslitið þegar líða tók á mótið. Nico Rosberg þurfti að hætta keppni vegna bilunar þegar hann var í þriðja sæti. Hamilton lauk mótinu í fimmta sæti. Sutil varð sjöundi í Force India á undan Paul di Resta, liðsfélaga sínum. Jenson Button á McLaren varð níundi og Romain Grosjean í síðasta stigasætinu. Næst verður keppt í Malasíu eftir viku. Þar verða allt aðrar aðstæður í boði en í Ástralíu, miklu heitara. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri. Sjö ökuþórar skiptust á um forystuna í mótinu en óvæntasti leiðtoginn var Adrian Sutil á Force India, sem snýr aftur í ár eftir að hafa verið settur til hliðar vegna réttarhalda yfir honum í þýskalandi. Þá kóm á óvart hversu lélegt keppnisform Red Bull-manna var en þeir ræstu fremstir en Vettel náði aðeins þriðja sæti og liðsfélagi hans, Mark Webber, varð sjötti. Dekkin virðast enn vera óskiljanleg liðunum sem gerðu mörg skissur í viðgerðarhléum þegar ökumenn voru sendir út á rangri dekkjagerð. Fernando Alonso varð annar í Ferrari-bílnum á undan liðsfélaga sínum Felipe Massa. Ferrari-liðið lítur betur út nú í byrjun árs heldur en í fyrra. Alonso barðist til að mynda duglega við Vettel um miðbik keppninnar og hafði betur. Mercedes-bílarnir voru ekki eins fljótir og við var búist en Hamilton lenti í vandræðum með dekkjaslitið þegar líða tók á mótið. Nico Rosberg þurfti að hætta keppni vegna bilunar þegar hann var í þriðja sæti. Hamilton lauk mótinu í fimmta sæti. Sutil varð sjöundi í Force India á undan Paul di Resta, liðsfélaga sínum. Jenson Button á McLaren varð níundi og Romain Grosjean í síðasta stigasætinu. Næst verður keppt í Malasíu eftir viku. Þar verða allt aðrar aðstæður í boði en í Ástralíu, miklu heitara.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira