Viðskipti erlent

Reiknað með að fiðlan úr Titanic verði seld á yfir 100 milljónir

Fiðla sem var um borð í Titanic verður seld á uppboði bráðlega nær 101 ári eftir að skipið sökk. Reiknað er með að yfir 100 milljónir króna muni fást fyrir gripinn.

Fiðlan var í eigu Wallace Hartley hljómsveitarstjóra skipsins og hún mun hafa verið bundin við lík hans þegar það fannst 10 dögum eftir að Titanic sökk.

Forráðamenn breska uppboðshússins Henry Aldrigde and Son eru sannfærðir um að þetta sé fiðla Wallace. Hann fékk hana að gjöf frá kærustu sinni Mary Robinson árið 1910. Mary setti lítinn silfurskjöld á fiðluna þar sem grafin voru orðin "Til Wallace í tilefni af trúlofun okkar. Frá Maríu." Til er skeyti frá Maríu til kandadískra yfirvalda þar sem hún þakkar þeim fyrir að senda henni fiðluna.

Fiðlan var gefin tónlistarkennara í framhaldinu en hann sagði að ekki værei hægt að nota á hana í því ástandi sem hún var. Fiðlan komst síðar í eigu óþekkts einstaklings í Lancaster.

Sagan segir að síðasta lagið sem hljómsveitin um borð í Titanic spilaði um það bil sem skipið sökk hafi verið Hærra minn guð til þín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×