Hraðinn kom Sutil á óvart Birgir Þór Harðarson skrifar 18. mars 2013 21:45 Adrian Sutil hlaut keppnissæti Force India fram yfir Jules Bianchi, sem hér sést aka Marussia-bíl vítt í þriðju beygju brautarinnar í Melbourne. Sjö ökumenn skiptust á að leiða kappaksturinn í Ástralíu um helgina. Kimi Räikkönen stóð á endanum uppi sem sigurvegari en óvæntast var hversu fljótur Adrian Sutil var í Force India-bíl sínum um stræti Melbourne. Sutil snýr aftur í Formúlu 1 í ár eftir árs hlé vegna dóms og sem hann hlaut í Þýskalandi fyrir að berja mann með kampavínsglasi í Kína. Hann ók áður fyrir Force India árið 2011. Þjóðverjinn sagðist sjálfur vera hissa á því að hafa náð forystunni í mótinu og geta svo haldið henni þar til hann fór inn á viðgerðarsvæðið. „Ég var ekki að búast við þessu þegar ég skrifaði undir samninginn í vetur. Ég kom samt með það í huga að gera betur en síðast og það var frábær tilfinning að komast beint í forystu," sagði Sutil sem á endanum lauk mótinu sjöundi eftir að hafa tekið ranga ákvörðun í dekkjavali undir lokin. Sutil náði að halda forystunni og byggja upp forskot á heimsmeistarann Sebastian Vettel um miðbik keppninnar en þurfti að láta fyrsta sætið af hendi þegar dekkin fóru að slitna ískyggilega. Sutil hóf keppnina á harðari dekkjagerðinni og gat því ekið mun lengur inn í mótið fyrir fyrsta hlé en aðrir ökumenn. Það reyndist dýrmætt. „Ég náði svo forystunni aftur eftir viðgerðahléið svo hraðinn var í alvöru til staðar. Vettel var örugglega of nálægt mér og eyðilagði kannski dekkin sín fyrir aftan mig. Ég vissi að ég væri að fara að missa sætin niður því ég var á annarri keppnisáætlun. En sjöunda sæti í fyrsta mótinu og að leiða stóran hluta mótsins sýnir hvað er mögulegt."Sutil hélt forystunni í ástralska kappakstrinum þrátt fyrir árásir stóru hundanna í gerðinu. Formúla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Sjö ökumenn skiptust á að leiða kappaksturinn í Ástralíu um helgina. Kimi Räikkönen stóð á endanum uppi sem sigurvegari en óvæntast var hversu fljótur Adrian Sutil var í Force India-bíl sínum um stræti Melbourne. Sutil snýr aftur í Formúlu 1 í ár eftir árs hlé vegna dóms og sem hann hlaut í Þýskalandi fyrir að berja mann með kampavínsglasi í Kína. Hann ók áður fyrir Force India árið 2011. Þjóðverjinn sagðist sjálfur vera hissa á því að hafa náð forystunni í mótinu og geta svo haldið henni þar til hann fór inn á viðgerðarsvæðið. „Ég var ekki að búast við þessu þegar ég skrifaði undir samninginn í vetur. Ég kom samt með það í huga að gera betur en síðast og það var frábær tilfinning að komast beint í forystu," sagði Sutil sem á endanum lauk mótinu sjöundi eftir að hafa tekið ranga ákvörðun í dekkjavali undir lokin. Sutil náði að halda forystunni og byggja upp forskot á heimsmeistarann Sebastian Vettel um miðbik keppninnar en þurfti að láta fyrsta sætið af hendi þegar dekkin fóru að slitna ískyggilega. Sutil hóf keppnina á harðari dekkjagerðinni og gat því ekið mun lengur inn í mótið fyrir fyrsta hlé en aðrir ökumenn. Það reyndist dýrmætt. „Ég náði svo forystunni aftur eftir viðgerðahléið svo hraðinn var í alvöru til staðar. Vettel var örugglega of nálægt mér og eyðilagði kannski dekkin sín fyrir aftan mig. Ég vissi að ég væri að fara að missa sætin niður því ég var á annarri keppnisáætlun. En sjöunda sæti í fyrsta mótinu og að leiða stóran hluta mótsins sýnir hvað er mögulegt."Sutil hélt forystunni í ástralska kappakstrinum þrátt fyrir árásir stóru hundanna í gerðinu.
Formúla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira