Viðskipti erlent

Ferrari bíllinn í Miami Vice þáttunum er til sölu

Ferrari bíllinn sem var ökutæki leikarans Don Johnson, í hlutverki löggunnar Sonny Crockett, í sjónvarpsþáttunum Miami Vice er til sölu.

Um er að ræða eftirlíkingu af tegundinni Ferrari Daytona sem byggð var á grind af Corvettu C3. Eigandi bílsins fer fram á 140.000 dollara fyrir gripinn eða rúmlega 17 milljónr króna. Ef um upprunalegan Ferrari Daytona bíl hefði verið að ræða væri verð hans tífalt á við þetta.

Við tökur á þáttunum á sínum tíma var vélarhljóðið úr ekta Ferrari sett inn eftirá því vélin í þessum bíl Sonny Crockett var einnig úr Corvettunni.

Þessi Ferrari eftirlíking var aðeins notuð í tveimur fyrstu þáttaröðunum af Miami Vice því þá hafði Enzo Ferrari hönnuður bílanna frétt af að þetta væri eftirlíking. Hann hótaði framleiðendum þáttanna málsókn ef þeir hættu ekki að nota þennan bíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×