Hugur í Bottas eftir góð úrslit í Melbourne Birgir Þór Harðarson skrifar 19. mars 2013 19:00 Aðstæður voru mjög erfiðar í Melbourne og Bottas fór útaf eins og aðrir. nordicphotos/afp Valtteri Bottas, finnski nýliðinn hjá Williams-liðinu, er ánægður með árangur sinn í Ástralíu þar sem hann segist hafa kreist allt út úr FW35-bílnum. Hann lauk sínu fyrsta móti í Formúlu 1 í 14. sæti án þess að lenda í meiriháttar vandræðum. „Ég ræsti vel og það var frábær tilfinning að vera kominn í kappakstur aftur," sagði Bottas en hann var tilraunaökuþór Williams-liðsins í fyrra. „Örlítil mistök í upphafi mótsins kostuðu reyndar mig nokkur sæti." „Við kreistum allt úr bílnum sem við gátum og þó hraðinn sé kannski ekki til staðar ennþá þá eru nokkrir jákvæðir punktar sem við getum horft á. Næsti kappakstur er um næstu helgi svo við verðum að hafa hröð handtök til þess að undirbúa okkur sem best og ná stigum í Malasíu." Liðsfélagi Bottas, Pastor Maldonado, þurfti að sætta sig við skjótan enda á kappakstrinum í Melbourne þegar hann gerði mistök fyrir fyrstu beygju með þeim afleiðingum að hann snerist út af og festist í malargryfju. Daginn áður hafði Maldonado ekki komist upp úr fyrstu umferð tímatökunnar, eitthvað sem Bottas tókst. Maldonado kenndi Williams-bílnum um og sagði hann ókeyrandi og segir mikla vinnu fyrir höndum. „Þetta var svekkjandi en bílinn var ekki að svara skipunum eins og við vildum. Við þurfum að leggja hart að okkur til þess að leysa vandamálin sem hrjá bílinn og vera tilbúin í næsta mót í Malasíu." Formúla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Valtteri Bottas, finnski nýliðinn hjá Williams-liðinu, er ánægður með árangur sinn í Ástralíu þar sem hann segist hafa kreist allt út úr FW35-bílnum. Hann lauk sínu fyrsta móti í Formúlu 1 í 14. sæti án þess að lenda í meiriháttar vandræðum. „Ég ræsti vel og það var frábær tilfinning að vera kominn í kappakstur aftur," sagði Bottas en hann var tilraunaökuþór Williams-liðsins í fyrra. „Örlítil mistök í upphafi mótsins kostuðu reyndar mig nokkur sæti." „Við kreistum allt úr bílnum sem við gátum og þó hraðinn sé kannski ekki til staðar ennþá þá eru nokkrir jákvæðir punktar sem við getum horft á. Næsti kappakstur er um næstu helgi svo við verðum að hafa hröð handtök til þess að undirbúa okkur sem best og ná stigum í Malasíu." Liðsfélagi Bottas, Pastor Maldonado, þurfti að sætta sig við skjótan enda á kappakstrinum í Melbourne þegar hann gerði mistök fyrir fyrstu beygju með þeim afleiðingum að hann snerist út af og festist í malargryfju. Daginn áður hafði Maldonado ekki komist upp úr fyrstu umferð tímatökunnar, eitthvað sem Bottas tókst. Maldonado kenndi Williams-bílnum um og sagði hann ókeyrandi og segir mikla vinnu fyrir höndum. „Þetta var svekkjandi en bílinn var ekki að svara skipunum eins og við vildum. Við þurfum að leggja hart að okkur til þess að leysa vandamálin sem hrjá bílinn og vera tilbúin í næsta mót í Malasíu."
Formúla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira