Vettel vonsvikinn með síðustu æfingadagana Birgir Þór Harðarson skrifar 4. mars 2013 06:00 Vettel treystir sér ekki til að spá neinu um úrslit fyrsta móts ársins í Ástralíu. vísir/ap Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir liðið sitt ekki hafa náð öllum markmiðum sínum á æfingum vetrarnins sem lauk í gær. Dekkin hafi verið of stór þáttur til þess að geta metið bílinn með einhverri vissu. Dekkin hafa verið öllum liðunum til vandræða undirbúningstímabilinu því þau eyðast hratt og eru orðin léleg eftir fáeina hringi. Vettel bendir á að þetta setji alla í þá stöðu að vita ekki upp á hár hvers konar tól liðin hafa til umráða fyrir keppnistímabilið. "Við verðum bara að passa okkur sjálfa," sagði heimsmeistarinn við Autosport í Barcelona í gær. "Við náðum ekki að haka í öll boxin á listanum okkar og síðustu tveir dagar æfinganna gengu ekki eins og við vonuðumst til." Hann er þó vongóður og segir enn tíma til stefnu áður en keppnisvertíðin hefst í Melbourne í Ástralíu síðar í þessum mánuði. Hann segist þó ekki geta bent á einstaka hluti sem þurfi að lagfæra. "Það er ofboðslega erfitt að vita hvar við eigum að bæta bílinn því dekkin hafa ekki verið nógu áreiðanleg." "Ef við lítum yfir allar þrjár æfingaloturnar þá höfum við í öll skiptin þurft að takmarka okkur við líftíma dekkjanna. Það var því ógeðslega erfitt að stilla bílnum upp og marka stefnu í þeim efnum því dekkin eru ekki nógu góð." Nico Rosberg var fljótastur á síðasta degi æfinganna en liðsfélagi hans var fljótastur á laugardag. Vettel er samt viss um að það verði ekki endilega raunin í keppnum ársins því aðstæðurnar eru of flóknar til að lesa í bestu tíma. "Við fylgdumst með hringtímunum en það er óljóst að svo búnu hvaða dekk það eru sem gefa manni bestu spyrnuna." Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir liðið sitt ekki hafa náð öllum markmiðum sínum á æfingum vetrarnins sem lauk í gær. Dekkin hafi verið of stór þáttur til þess að geta metið bílinn með einhverri vissu. Dekkin hafa verið öllum liðunum til vandræða undirbúningstímabilinu því þau eyðast hratt og eru orðin léleg eftir fáeina hringi. Vettel bendir á að þetta setji alla í þá stöðu að vita ekki upp á hár hvers konar tól liðin hafa til umráða fyrir keppnistímabilið. "Við verðum bara að passa okkur sjálfa," sagði heimsmeistarinn við Autosport í Barcelona í gær. "Við náðum ekki að haka í öll boxin á listanum okkar og síðustu tveir dagar æfinganna gengu ekki eins og við vonuðumst til." Hann er þó vongóður og segir enn tíma til stefnu áður en keppnisvertíðin hefst í Melbourne í Ástralíu síðar í þessum mánuði. Hann segist þó ekki geta bent á einstaka hluti sem þurfi að lagfæra. "Það er ofboðslega erfitt að vita hvar við eigum að bæta bílinn því dekkin hafa ekki verið nógu áreiðanleg." "Ef við lítum yfir allar þrjár æfingaloturnar þá höfum við í öll skiptin þurft að takmarka okkur við líftíma dekkjanna. Það var því ógeðslega erfitt að stilla bílnum upp og marka stefnu í þeim efnum því dekkin eru ekki nógu góð." Nico Rosberg var fljótastur á síðasta degi æfinganna en liðsfélagi hans var fljótastur á laugardag. Vettel er samt viss um að það verði ekki endilega raunin í keppnum ársins því aðstæðurnar eru of flóknar til að lesa í bestu tíma. "Við fylgdumst með hringtímunum en það er óljóst að svo búnu hvaða dekk það eru sem gefa manni bestu spyrnuna."
Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira