Viðskipti erlent

Warren Buffett óhress með 15 milljarða dollara hagnað

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett var ekki glaður yfir árangri fjárfestingarfélagsins síns Berkshire Hathaway á síðasta ári þrátt fyrir að hagnaður félagsins hafi aukist um 45% frá fyrra ári og numið tæpum 15 milljörðum dollara.

Þetta kemur fram í árlegu bréfi Buffett til hluthafanna í félaginu. Þar segir hann að hagnaðaraukningin hafi prósentulega verið undir hækkun Standard & Poor´s 500 vísitölunnar og það hafi aðeins gerst níu sinnum á undanförnum 48 árum.

Fram kemur í bréfinu að stjórn félagsins hafi hlaðið fílabyssu sína að nýju og sé á höttunum eftir næstu stórkaupum sínum. Forstjórinn sé þegar kominn í safarigallann sinn.

Síðast þegar Berkshire Hathaway hleypi af fílabyssunni var þegar félagið keypti Heinz matvælarisann fyrir skömmu á 12 milljarða dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×