Tónlist

Þungarokkarar taka yfir Eldborg í Hörpu

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle fer fram í Eldborgarsal Hörpu hinn 6. apríl. Sex sveitir munu keppa um að komast á Wacken Open Air, stærstu þungarokkshátíð heims, sem haldin er í Wacken í Þýskalandi í byrjun ágúst. Þar mun íslenski sigurvegarinn spila fyrir mörg þúsund manns og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle. Í ár munu hljómsveitirnar Abacination, Azoic, Blood Feud, In the Company of Men, Moldun og Ophidian I keppa. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin hér á landi, en í fyrra fór hljómsveitin Gone Postal með sigur af hólmi. Gone Postal kemur fram á keppninni í Eldborg ásamt einni af efnilegri metalsveitum landsins, Trust The Lies, og íslensku þungarokkskóngunum í Skálmöld, sem munu taka "fullt sett". Sigursveitin ytra hlýtur síðan að launum hljómplötusamning við eitt stærsta óháða útgáfufyrirtæki heims, Nuclear Blast ásamt fullt af hljóðfærum og græjum. Einnig verða veglegir vinningar hérna heima, sem kynntir verða síðar. Miðasala hefst á harpa.is og midi.is á hádegi á miðvikudag. Hægt er að fylgjast nánar með á Facebook-síðu keppninnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.