Golf langbakur 5. mars 2013 16:15 Farangursrými eykst um 120 lítra frá fyrri gerð. Seint á síðasta ári hófst sala á sjöundu kynslóð Volkswagen Golf. Það kemur því ekki mikið á óvart að skammt hafi verið að bíða langbaksgerðar Golf, eða Golf Variant, en hann verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf í dag. Engu að síður hafa myndir af honum ratað á vefinn. Fátt kemur reyndar á óvart hvað ytra útlit hans áhrærir, framendinn er alveg eins og styttri gerðin en aftari hlutinn eðlilega öðruvísi. Búist er við að farangursrými bílsins aukist frá fyrri gerð, sem var 505 lítra og 1.495 l. ef aftursætin eru lögð niður. Heyrst hefur að rýmið aukist um allt að 120 lítrum og munar um minna. Þakbogar verða á öllum útfærslum bílsins. Af öðrum njósnamyndum að dæma verður hann með LED ljós að aftan og ólíka ljósaumgjörð en stallbakurinn. Vélarúrvalið verður líklega það sama. Líklegt er að langbakurinn verði í boði fjórhjóladrifinn, en góðar móttökur VW Passat Alltrak bílsins hefur ýtt undir þá spá.Búist er við að tvinnbílsútfærsla (Hybrid) hans verði einnig í boði.Nýi bíllinn verður af árgerð 2014 en ekki er ljóst hvenær sala á honum hefst. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent
Farangursrými eykst um 120 lítra frá fyrri gerð. Seint á síðasta ári hófst sala á sjöundu kynslóð Volkswagen Golf. Það kemur því ekki mikið á óvart að skammt hafi verið að bíða langbaksgerðar Golf, eða Golf Variant, en hann verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf í dag. Engu að síður hafa myndir af honum ratað á vefinn. Fátt kemur reyndar á óvart hvað ytra útlit hans áhrærir, framendinn er alveg eins og styttri gerðin en aftari hlutinn eðlilega öðruvísi. Búist er við að farangursrými bílsins aukist frá fyrri gerð, sem var 505 lítra og 1.495 l. ef aftursætin eru lögð niður. Heyrst hefur að rýmið aukist um allt að 120 lítrum og munar um minna. Þakbogar verða á öllum útfærslum bílsins. Af öðrum njósnamyndum að dæma verður hann með LED ljós að aftan og ólíka ljósaumgjörð en stallbakurinn. Vélarúrvalið verður líklega það sama. Líklegt er að langbakurinn verði í boði fjórhjóladrifinn, en góðar móttökur VW Passat Alltrak bílsins hefur ýtt undir þá spá.Búist er við að tvinnbílsútfærsla (Hybrid) hans verði einnig í boði.Nýi bíllinn verður af árgerð 2014 en ekki er ljóst hvenær sala á honum hefst.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent