Ferguson: Megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2013 10:30 Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að sjálfsögðu að svara mörgum spurningum um Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmann félagsins og núverandi aðalstjörnu Real Madrid. Manchester United mætir Real Madrid á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að hann láti sjá sig," sagði Sir Alex Ferguson í léttum tón aðspurður um mikilvægi Cristiano Ronaldo í leiknum í kvöld. „Við megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo. Ef við förum að velta því of mikið fyrir okkur hvað hann getur gert inn á vellinum þá munum við gleyma því sem við ætlum að gera sjálfir í leiknum," sagði Ferguson. Ferguson seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda árið 2009 og síðan hefur Portúgalinn raðað inn mörkum í búningi Real. „Við hverju býstu þegar þú mætir liði með Cristiano innanborðs? Auðvitað búast menn við vandræðum í leiknum. Við verðum bara að vinna úr þeim eins vel og við getum. Rafael býr vonandi af reynslu sinni frá því í fyrri hálfleik í fyrri leiknum og hann fær aftur sama hlutverk í þessum leik," sagði Ferguson. Ferguson var spurður út hinn brasilíska Ronaldo sem kláraði Manchester United þegar liðin voru í sömu stöðu í Meistaradeildinni í apríl 2003. Ronaldo skoraði þá þrennu á Old Trafford og Real komst áfram þrátt fyrir 3-4 tap. „Sá eldri og feitari var á toppi ferils síns á þeim tíma. Þessi Ronaldo er frábær íþróttamaður. Hann missir aldrei úr leik, ber sig frábærlega, er með mikinn hraða, tvo öfluga fætur og er síðan mjög góður í loftinu. Okkar aðaláhyggjur eru af því sem gerist í kvöld en ekki af því sem gerðist fyrir tíu árum," sagði Ferguson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að sjálfsögðu að svara mörgum spurningum um Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmann félagsins og núverandi aðalstjörnu Real Madrid. Manchester United mætir Real Madrid á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að hann láti sjá sig," sagði Sir Alex Ferguson í léttum tón aðspurður um mikilvægi Cristiano Ronaldo í leiknum í kvöld. „Við megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo. Ef við förum að velta því of mikið fyrir okkur hvað hann getur gert inn á vellinum þá munum við gleyma því sem við ætlum að gera sjálfir í leiknum," sagði Ferguson. Ferguson seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda árið 2009 og síðan hefur Portúgalinn raðað inn mörkum í búningi Real. „Við hverju býstu þegar þú mætir liði með Cristiano innanborðs? Auðvitað búast menn við vandræðum í leiknum. Við verðum bara að vinna úr þeim eins vel og við getum. Rafael býr vonandi af reynslu sinni frá því í fyrri hálfleik í fyrri leiknum og hann fær aftur sama hlutverk í þessum leik," sagði Ferguson. Ferguson var spurður út hinn brasilíska Ronaldo sem kláraði Manchester United þegar liðin voru í sömu stöðu í Meistaradeildinni í apríl 2003. Ronaldo skoraði þá þrennu á Old Trafford og Real komst áfram þrátt fyrir 3-4 tap. „Sá eldri og feitari var á toppi ferils síns á þeim tíma. Þessi Ronaldo er frábær íþróttamaður. Hann missir aldrei úr leik, ber sig frábærlega, er með mikinn hraða, tvo öfluga fætur og er síðan mjög góður í loftinu. Okkar aðaláhyggjur eru af því sem gerist í kvöld en ekki af því sem gerðist fyrir tíu árum," sagði Ferguson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira