Yngstu milljarðamæringar heims 5. mars 2013 14:10 MYND/GETTY Tímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir ríkustu einstaklinga jarðar en þeir eru þetta árið 1.426 talsins. Af þeim eru 29 undir fertugu. Þessi hópur á samanlagt 119 milljarða en uppspretta auðæva þeirra er af ýmsum toga. Þá efnuðust tíu í tæknigeiranum. Ellefu eru frá Bandaríkjunum.Hér fyrir neðan má sjá helstu nöfnin á listanum yfir yngstu milljarðamæringa jarðar: Yngstur er Dustin Moskovitz. Hann er 28 ára gamall og er metinn á 3.8 milljarða Bandaríkjadala. Moskovitz var herbergisfélagi Mark Zuckerberg í Harvard og var einn af stofnendum Facebook.Mark Zuckerberg sjálfur, stofnandi og stjórnarformaður Facebook er metinn á 13.3 milljarða dala. Hann er 28 ára gamall. Moskovitz og Zuckerberg eru þó ekki þeir einu sem efnuðust á samskiptamiðlinum Facebook. Eduardo Saverin, sem er þrítugur, var einn af stofnendum síðunnar. Saverin er af brasilísku bergi brotinn en bjó árum saman í Bandaríkjunum. Árið 2011 afsalaði hann sér bandarískum ríkisborgararétt og hélt til Singapúr.Sean Parker, stofnandi Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, er síðan metinn á tvo milljarða dala. Hinn þrjátíu og sex ára gamli Jack Dorsey er síðan metinn á 1.1 milljarð dala. Hann er einna þekktastur fyrir stofnun Twitter en auðævi hans má þó rekja til hlut hans í greiðslufyrirtækinu Square. Stofnandi GoPro, Nicholas Woodman, er einnig á listanum og metinn á 1.3 milljarða dala. Félagarnir Sergey Brin og Larry Page eru aldursforsetar en þeir eru báðir 39 ára gamli. Brin og Page stofnuðu lítið fyrirtæki árið 1998 sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks, Google. Brin er metinn á 22.8 milljarða dala og Page á 23 milljarða. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir ríkustu einstaklinga jarðar en þeir eru þetta árið 1.426 talsins. Af þeim eru 29 undir fertugu. Þessi hópur á samanlagt 119 milljarða en uppspretta auðæva þeirra er af ýmsum toga. Þá efnuðust tíu í tæknigeiranum. Ellefu eru frá Bandaríkjunum.Hér fyrir neðan má sjá helstu nöfnin á listanum yfir yngstu milljarðamæringa jarðar: Yngstur er Dustin Moskovitz. Hann er 28 ára gamall og er metinn á 3.8 milljarða Bandaríkjadala. Moskovitz var herbergisfélagi Mark Zuckerberg í Harvard og var einn af stofnendum Facebook.Mark Zuckerberg sjálfur, stofnandi og stjórnarformaður Facebook er metinn á 13.3 milljarða dala. Hann er 28 ára gamall. Moskovitz og Zuckerberg eru þó ekki þeir einu sem efnuðust á samskiptamiðlinum Facebook. Eduardo Saverin, sem er þrítugur, var einn af stofnendum síðunnar. Saverin er af brasilísku bergi brotinn en bjó árum saman í Bandaríkjunum. Árið 2011 afsalaði hann sér bandarískum ríkisborgararétt og hélt til Singapúr.Sean Parker, stofnandi Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, er síðan metinn á tvo milljarða dala. Hinn þrjátíu og sex ára gamli Jack Dorsey er síðan metinn á 1.1 milljarð dala. Hann er einna þekktastur fyrir stofnun Twitter en auðævi hans má þó rekja til hlut hans í greiðslufyrirtækinu Square. Stofnandi GoPro, Nicholas Woodman, er einnig á listanum og metinn á 1.3 milljarða dala. Félagarnir Sergey Brin og Larry Page eru aldursforsetar en þeir eru báðir 39 ára gamli. Brin og Page stofnuðu lítið fyrirtæki árið 1998 sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks, Google. Brin er metinn á 22.8 milljarða dala og Page á 23 milljarða.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira